Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. september 2021 08:27 Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Vísir/Egill/Sigurjón Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta segir Kristrún Heimisdóttir í aðsendri grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Klara, sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, sætir nú miklum þrýstingi að segja af sér eftir að upp komst að forsvarsmönnum sambandsins var kunnugt um kynferðis- og ofbeldisbrot af hálfu landsliðsmanna. Í grein sinni kemur Kristrún, sem er lögfræðingur og hefur setið í aðalstjórn KR og stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Klöru til varna og segir það meðal annars hafa verið stórsigur fyrir kvennaboltann þegar hún varð framkvæmdastjóri KSÍ árið 2015. Kristrún segir að á meðan Klara hafi stýrt starfsemi KSÍ „af yfirburðaþekkingu á gangvirki alþjóðlegrar knattspyrnu og íslenskrar og gert það á allan hátt farsællega“, sé félagið Íslenskur toppfótbolti „karlaklúbbur sem hefur aldrei svo vitað sé haft áhyggjur eða áhuga á kynbundnu ofbeldi né sérstakan áhuga þátttöku kvenna í fótbolta, heldur hinu að hagsmunir ríkustu félaganna á Íslandi fái meiri forgang“. Forsvarsmenn ÍTF eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Klöru. Félagið var fyrst stofnað sem hagsmunasamtök þeirra íþróttafélaga sem áttu lið í Pepsi-deildinni svokölluðu. Þess má geta að stjórn félagsins og starfsmenn eru allir karlmenn. Kristrún segir að eftir því sem fjármunir hafi aukist í íslenskri knattspyrnu hafi togstreitan um valdið yfir peningunum varpað skugga á knattspyrnuna. „Nú er það til í dæminu að líta á fótbolta fyrst og fremst sem fjárfestingatækifæri og gera út leikmenn í fjáraflaskyni. Þá hverfur mennskan og fótboltinn breytist í harðan heim þar milljónadrengjum leyfist allt svo lengi sem þeir skora,“ segir Kristrún, sem er einnig fyrrverandi knattspyrnukona. Laugardalsvöllur, höfuðstöðvar KSÍ.vísir/vilhelm Nú hafi siðvitrar og sterkar konur „vakið KSÍ upp með sparki“ og sjá verði til þess að „ómenningu ofbeldis og eitraðrar karlmennsku“ sé útrýmt. „Útrýming gerendameðvirkni er sú áskorun sem KSÍ verður núna að taka til sín og framkvæma í eitt skipti fyrir öll.“ „Að Íslenskur toppfótbolti grípi tækifæri og nýti krísu til að taka völdin í KSÍ og ná yfirráðum yfir sjónvarpspeningum er ekki vænleg leið til að útrýma eitraðri karlmennsku úr búningsklefum fótboltaheimsins á Íslandi, svo það sé sagt.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira