Ráðherra vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:40 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að hlutfall kynjanna í stjórn KSÍ verði jafnað. Vísir/Vilhelm Mennta- og menningarmálaráðherra telur mikilvægt að kynjahlutfall innan stjórnar KSÍ verði jafnað. Það sé einn af þeim hlutum sem verið sé að fara yfir en ráðherra mun funda með fráfarandi stjórn síðdegis í dag og fara yfir stöðu mála. „Þetta hefur auðvitað verið mjög hröð atburðarrás og stjórnin hefur auðvitað verið að funda mjög mikið og komist að þessari niðurstöðu og ég mun funda með fráfarandi stjórn til að fá betri yfirsýn yfir þróun síðustu daga,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi við Tjarnargötu nú skömmu fyrir hádegi. Formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í kjölfar þess að þolandi kynferðisofbeldis af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu steig fram og furðaði sig á orðum formannsins um að ekkert slíkt mál hafi komið inn á borð stjórnarinnar. Klippa: Lilja: Vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Lilja segist leggja mikla áherslu á að uppbyggingastarfið innan knattspyrnuhreyfingarinnar haldi áfram. Hreyfingin skipti miklu máli. „Grasrótin og allt starfið í tengslum við börn og unglinga, ég legg mesta áherslu á það,“ segir Lilja. Hún segir knattspyrnuna gegna stóru hlutverki hér á landi og telur mikilvægt að tekið verði faglega utan um þá stöðu sem upp sé komin. „Mér sýnist að stjórnin, eins og með því að axla ábyrgð, að hún vilji það líka og auðvitað skiptir máli hvernig farið er í þetta. Ég tel mjög brýnt að hreyfingin nái öllu sínu fólki mjög vel að sér til þess að byggja þetta upp og ég legg gríðarlega áherslu á það.“ Hún segir að búið sé að setja á laggirnar að til staðar sé samskiptaráðgjafi fyrir íþrótta- og æskulýðshreyfinguna sem hafi ofbeldismál af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu á sínu borði. „Hún hefur fengið málið inn á sitt borð, þannig að við höfum nú þegar tekið ákveðin skref en það þarf að taka fleiri skref.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
„Þetta hefur auðvitað verið mjög hröð atburðarrás og stjórnin hefur auðvitað verið að funda mjög mikið og komist að þessari niðurstöðu og ég mun funda með fráfarandi stjórn til að fá betri yfirsýn yfir þróun síðustu daga,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi við Tjarnargötu nú skömmu fyrir hádegi. Formaður og stjórn KSÍ hafa sagt af sér í kjölfar þess að þolandi kynferðisofbeldis af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu steig fram og furðaði sig á orðum formannsins um að ekkert slíkt mál hafi komið inn á borð stjórnarinnar. Klippa: Lilja: Vill jafna hlut kynjanna í stjórn KSÍ Lilja segist leggja mikla áherslu á að uppbyggingastarfið innan knattspyrnuhreyfingarinnar haldi áfram. Hreyfingin skipti miklu máli. „Grasrótin og allt starfið í tengslum við börn og unglinga, ég legg mesta áherslu á það,“ segir Lilja. Hún segir knattspyrnuna gegna stóru hlutverki hér á landi og telur mikilvægt að tekið verði faglega utan um þá stöðu sem upp sé komin. „Mér sýnist að stjórnin, eins og með því að axla ábyrgð, að hún vilji það líka og auðvitað skiptir máli hvernig farið er í þetta. Ég tel mjög brýnt að hreyfingin nái öllu sínu fólki mjög vel að sér til þess að byggja þetta upp og ég legg gríðarlega áherslu á það.“ Hún segir að búið sé að setja á laggirnar að til staðar sé samskiptaráðgjafi fyrir íþrótta- og æskulýðshreyfinguna sem hafi ofbeldismál af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu á sínu borði. „Hún hefur fengið málið inn á sitt borð, þannig að við höfum nú þegar tekið ákveðin skref en það þarf að taka fleiri skref.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
„Klara þarf að fara“ „Framferði Klöru er óboðlegt. Hún hefur fengið að skauta fram hjá sannleikanum ítrekað, axlar enga ábyrgð og virðist ekkert sjá rangt við sitt framferði. Hún reynir að varpa ábyrgðinni á öll önnur í kring um sig, en sér ekkert að hjá sér sjálfri.“ 31. ágúst 2021 11:13
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20