Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 11:10 Reynir Arngrímsson er formaður Læknafélags Íslands. Samsett Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“ Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Formenn þriggja læknasamtaka, Félags sjúkrahúslækna, læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands, kalla eftir tafarlausum aðgerðum í afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands bendir á að í janúar 2015 hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um slík atvik. Hópurinn hafi skilað tillögum að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu, sem ætla má að rekja megi til vanrækslu í meðferð sjúklinga. „Tillögurnar voru mjög góðar og ítarlegar en það hefur í rauninni ekkert gerst og við höfum ekki séð neinar úrbætur frá því að þetta var,“ segir Reynir. Fara ætti með málaflokkinn eins og flug- eða umferðarslys. Hafa þurfi rannsóknarnefndir um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að læra af þeim. „Það sé mjög óheppilegt að það sé verið að sækja heilbrigðisstarfsmenn til saka þegar um kerfislægar villur eru að ræða. Við teljum að í mörgu tilvikum sé ekki um ábyrgð einstakra starfsmanna að ræða þegar starfsumhverfið er ófullnægjandi og álagið mjög mikið,“ segir Reynir. „Þá gefur það auga leið að hætt á mistökum verður meiri. Og eins og þetta er í dag er kerfið fyrst og fremst að horfa til ábyrgðar einstakra heilbrigðisstarfsmanna frekar en kerfið í heild sinni. Og þetta getur leitt til þess að fólk veigrar sér við því að koma fram og lýsa atburðum. “ Lögregla rannsakar nú mál hjúkrunarfræðings sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana í síðustu viku. Hjúkrunarfræðingurinn losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær. Reynir segir það þó tilviljun að læknasamtökin veki máls á málaflokknum nú. „En í rauninni kannski sýnir [það] að við þurfum að vera betur undirbúin.“
Heilbrigðismál Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira