„Margir hafa haldið að Herrann sé að færa sig meira úr rappinu í popp en á þessari plötu sýnir hann ótrúlegt flæði og sannar fyrir hlustendum að hann sé einn besti rappari landsins,“ segir um plötuna.
„Herra Hnetusmjör og Joe Frazier gera hér langþráða endurkomu en tvíeykið hefur ekki sameinað krafta sína í þrjú ár – lagasmíði og taktsmíði Fraziers er öflug að vana og flestir ættu að þekkja lagið með þeim tvem, Jámarh. Flottur Strákur 2 er nostalgísk og auðveld hlustun sem er go-to platan í næsta partý.“
Á plötunni má finna átta lög. Floni er með honum í einu lagi og Joe Frazier í tveimur. Platan er komin inn á Spotify og áskrifendur geta hlustað á hana í spilaranum hér fyrir neðan.