„Eins og ber að skilja er enginn sigurvegari í þessu máli“ Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 21:53 Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Vísir Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls. Hún hafði þá setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Rannsókn ráðgjafafyrirtækis leiddi í ljós að embættismaður hafi beitt Sif einelti og að sveitarfélagið brugðist henni með því að aðhafast ekki fyrr í málinu. Sif segir í samtali við Vísi að hún sé ánægð með að málinu sé loks lokið. „Þetta tók tíma, ég veit svo sem að stjórnsýslan tekur tíma en í svona málum þá má þetta ganga hratt og örugglega fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta sé búið og hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað.“ Eineltið átti sér stað á meðan hún var framkvæmdastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest). Sif sagði í júní að henni þætti stjórnsýsla bæjarins hafa brugðist sér í málinu og að hún hafi því ekki treyst sér til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. Á þeim tímapunkti hafði Ísafjarðarbær ekki beðist formlega afsökunar á eineltinu sem Sif varð fyrir eða hvernig málið hafði þróast. Vill ekki greina frá efni samkomulagsins Sif vill ekki staðfesta hvort formleg afsökunarbeiðni eða breytingar á meðferð slíkra mála hjá bænum hafi verið hluti af samkomulaginu þar sem hún hafi verið beðin um að halda trúnað um efni þess. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Eins og ber að skilja er engin sigurvegari í þessu máli og hafa síðustu mánuðir verið mér og fjölskyldu minni mjög erfiðir,“ segir Sif í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frá niðurstöðunni. „Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef eineltismál komi upp innan Ísafjarðarbæjar.“ Hún sé ánægð með að tekið hafi verið á málinu þó læra megi af mistökunum og margt sé hægt að gera betur. Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38 Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Hún hafði þá setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Rannsókn ráðgjafafyrirtækis leiddi í ljós að embættismaður hafi beitt Sif einelti og að sveitarfélagið brugðist henni með því að aðhafast ekki fyrr í málinu. Sif segir í samtali við Vísi að hún sé ánægð með að málinu sé loks lokið. „Þetta tók tíma, ég veit svo sem að stjórnsýslan tekur tíma en í svona málum þá má þetta ganga hratt og örugglega fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta sé búið og hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað.“ Eineltið átti sér stað á meðan hún var framkvæmdastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest). Sif sagði í júní að henni þætti stjórnsýsla bæjarins hafa brugðist sér í málinu og að hún hafi því ekki treyst sér til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. Á þeim tímapunkti hafði Ísafjarðarbær ekki beðist formlega afsökunar á eineltinu sem Sif varð fyrir eða hvernig málið hafði þróast. Vill ekki greina frá efni samkomulagsins Sif vill ekki staðfesta hvort formleg afsökunarbeiðni eða breytingar á meðferð slíkra mála hjá bænum hafi verið hluti af samkomulaginu þar sem hún hafi verið beðin um að halda trúnað um efni þess. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Eins og ber að skilja er engin sigurvegari í þessu máli og hafa síðustu mánuðir verið mér og fjölskyldu minni mjög erfiðir,“ segir Sif í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frá niðurstöðunni. „Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef eineltismál komi upp innan Ísafjarðarbæjar.“ Hún sé ánægð með að tekið hafi verið á málinu þó læra megi af mistökunum og margt sé hægt að gera betur.
Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38 Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38
Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53