Hróðmar Sigurðsson gefur út sína fyrstu plötu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 14:04 Hróðmar Sigurðsson heldur útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur í kvöld. Aðsent Í dag gaf gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson út sína fyrstu plötu og kemur hún út á vegum Reykjavik Record Shop. Útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur í Flóa, Hörpu klukkan átta. Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem samanstendur af einvalaliði tónlistarfólks. Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars en með hljómsveitinni hefur þróast hljóðheimur sem hverfist um rafgítarinn og haganlega samofnar brassútsetningar sem kallast á við kraumandi takt hjá ryþmasveit og má heyra innblástur frá hinum ýmsu tónlistarstílum. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Á tónleikunum koma fram Hróðmar Sigurðsson á rafgítar, Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragnarsson á hammond orgel og hljómborð, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Tumi Árnason á tenór saxófón og Ingi Garðar Erlendsson á básúnu. Titill plötunnar er einfaldlega Hróðmar Sigurðsson. Hróðmar lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2017. Síðan þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður og leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla, til dæmis Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísabetu Eyþórsdóttur og Ingibjörgu Tur. Miðasala fer fram á Tix. Hér fyrir neðan má heyra lagið hans Gone fishing. Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem samanstendur af einvalaliði tónlistarfólks. Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars en með hljómsveitinni hefur þróast hljóðheimur sem hverfist um rafgítarinn og haganlega samofnar brassútsetningar sem kallast á við kraumandi takt hjá ryþmasveit og má heyra innblástur frá hinum ýmsu tónlistarstílum. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Á tónleikunum koma fram Hróðmar Sigurðsson á rafgítar, Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragnarsson á hammond orgel og hljómborð, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Tumi Árnason á tenór saxófón og Ingi Garðar Erlendsson á básúnu. Titill plötunnar er einfaldlega Hróðmar Sigurðsson. Hróðmar lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2017. Síðan þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður og leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla, til dæmis Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísabetu Eyþórsdóttur og Ingibjörgu Tur. Miðasala fer fram á Tix. Hér fyrir neðan má heyra lagið hans Gone fishing.
Tónlist Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira