Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 09:15 Stefán Alexander Ljubicic skaut HK upp úr fallsæti. Vísir/Hulda Margrét Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn