Ráðuneyti telur sig hafa svarað spurningum um umsvif útgerða Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 14:24 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, var beðinn um að láta gera skýrslu um umsvif stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað. Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira