Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur staðið í ströngu í kórónuveirufaraldrinum. Hún sagði í ræðu sinni að það hafi verið heiður að vera forsætisráðherra á þessum krefjandi tímum. Steinþór Rafn Matthíasson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli. Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira