Halda kúlinu þrátt fyrir vinsældir Tinni Sveinsson skrifar 27. ágúst 2021 21:00 Breski bræðradúettinn Disclosure vermir toppsæti PartyZone listans í ágúst. PartyZone gaf út vikulegan þátt sinn í hádeginu í dag. Þar er kynntur til leiks topplisti fyrir ágúst. Listinn byggir á vali nokkurra íslenskra plötusnúða og grúski þáttastjórnenda. „Hlustendur PartyZone listans geta verið nokkuð vissir um að heyra nýjustu og mest móðins danstónlist dansgólfanna í dag. Allt það nýjasta í danstónlistinni, aðallega hús, diskó og teknó. Á listanum má heyra nýmeti frá listamönnum eins og Khruangbin, Disclosure, Gorgon City, Sofa Kourtesis, Kölsch, Booka Shade og Shire T. Þá eru gamlar hetjur eins og Sasha, Inner City, Íslandsvinurinn Kerri Chandler og David Morales að gefa út nýtt efni þessa dagana. Einnig er að finna á listanum mjög smekklegar endurhljóðblandanir af gömlum ofurklassíkerum á borð við Whistle Song með Frankie Knuckles og diskóslagarnum Let No Man Put us Under með First Choice. Það er sjaldgæft að slíkar endurhljóðblandanir heppnist eða eigi rétt á sér,“ segja umsjónarmenn þáttarins, þeir Kristján Helgi og Helgi Már. Klippa: Party Zone listinn fyrir ágúst Disclosure halda kúlinu „Topplagið á listanum á breska house dúóið Disclosure en þeir hafa verið eitt stærsta og heitasta nafnið í house tónlistinni síðustu árin. Þeim tekst þrátt fyrir vinsældir einhvern veginn að halda sér mátulega neðanjarðar og þannig haldið kúlinu tónlistarlega. Þetta dúó er skipað bræðrunum Howard May and Guy Lawrence. Þeir hafa unnið sér inn tilnefningar til Grammy verðlauna fyrir allar þrjár breiðskífurnar sínar (árin 2014, 2016 og nú í ár 2021),“ segja Kristján og Helgi. Hér fyrir neðan er hægt að renna yfir listann á meðan að hlustað er. Hópur íslenskra tónlistarmanna Upphafslag þáttarins er venju samkvæmt múmía kvöldsins, en hún er topplag listans fyrir 25 árum. Sá listi var kynntur var á X-inu laugardagskvöldið 17. ágúst 1996. „Topplagið var glænýtt house session lag sem hópur íslenskra tónlistarmanna setti saman í samvinnu við Frankie Valentine, góðan vin þeirra Tomma White og DJ Grétars (þáverandi eiganda plötuverslunarinnar Þrumunnar). Þetta lag kom út á vínyl í takmörkuðu upplagi frá nýstofnuðu plötufyrirtæki sem hét Icon Records. Fjölmargir tónlistamenn og hljóðfæraleikarar komu að þessu lagi. Þetta lag telst í dag líklega vera house klassík, bæði hér heima og víða erlendis þar sem lagið komst í spilun. Lagið fór beint á toppinn á PartyZone lsitanum og var þar í tvær vikur,“ rifja Kristján og Helgi upp. PartyZone Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Listinn byggir á vali nokkurra íslenskra plötusnúða og grúski þáttastjórnenda. „Hlustendur PartyZone listans geta verið nokkuð vissir um að heyra nýjustu og mest móðins danstónlist dansgólfanna í dag. Allt það nýjasta í danstónlistinni, aðallega hús, diskó og teknó. Á listanum má heyra nýmeti frá listamönnum eins og Khruangbin, Disclosure, Gorgon City, Sofa Kourtesis, Kölsch, Booka Shade og Shire T. Þá eru gamlar hetjur eins og Sasha, Inner City, Íslandsvinurinn Kerri Chandler og David Morales að gefa út nýtt efni þessa dagana. Einnig er að finna á listanum mjög smekklegar endurhljóðblandanir af gömlum ofurklassíkerum á borð við Whistle Song með Frankie Knuckles og diskóslagarnum Let No Man Put us Under með First Choice. Það er sjaldgæft að slíkar endurhljóðblandanir heppnist eða eigi rétt á sér,“ segja umsjónarmenn þáttarins, þeir Kristján Helgi og Helgi Már. Klippa: Party Zone listinn fyrir ágúst Disclosure halda kúlinu „Topplagið á listanum á breska house dúóið Disclosure en þeir hafa verið eitt stærsta og heitasta nafnið í house tónlistinni síðustu árin. Þeim tekst þrátt fyrir vinsældir einhvern veginn að halda sér mátulega neðanjarðar og þannig haldið kúlinu tónlistarlega. Þetta dúó er skipað bræðrunum Howard May and Guy Lawrence. Þeir hafa unnið sér inn tilnefningar til Grammy verðlauna fyrir allar þrjár breiðskífurnar sínar (árin 2014, 2016 og nú í ár 2021),“ segja Kristján og Helgi. Hér fyrir neðan er hægt að renna yfir listann á meðan að hlustað er. Hópur íslenskra tónlistarmanna Upphafslag þáttarins er venju samkvæmt múmía kvöldsins, en hún er topplag listans fyrir 25 árum. Sá listi var kynntur var á X-inu laugardagskvöldið 17. ágúst 1996. „Topplagið var glænýtt house session lag sem hópur íslenskra tónlistarmanna setti saman í samvinnu við Frankie Valentine, góðan vin þeirra Tomma White og DJ Grétars (þáverandi eiganda plötuverslunarinnar Þrumunnar). Þetta lag kom út á vínyl í takmörkuðu upplagi frá nýstofnuðu plötufyrirtæki sem hét Icon Records. Fjölmargir tónlistamenn og hljóðfæraleikarar komu að þessu lagi. Þetta lag telst í dag líklega vera house klassík, bæði hér heima og víða erlendis þar sem lagið komst í spilun. Lagið fór beint á toppinn á PartyZone lsitanum og var þar í tvær vikur,“ rifja Kristján og Helgi upp.
PartyZone Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira