Lið Stjörnunnar fullskipað en ekki með NBA-leikmanni Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2021 16:00 Robert Turner stýrir leik Stjörnumanna í vetur. Stjarnan Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur tryggt sér krafta Bandaríkjamannsins Roberts Turner sem mun leika með liðinu í vetur. Turner tekur við af Ægi Þór Steinarssyni sem leikstjórnandi Stjörnunnar en Ægir leikur á Spáni í vetur. Þessar fréttir sýna að ekki verði af komu Josh Selby, fyrrverandi leikmanns Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, en Karfan.is fullyrti á dögunum að Selby væri á leið í Garðabæinn. Turner er lýst sem miklum íþróttamanni með mikinn sprengikraft, í yfirlýsingu Stjörnunnar, en hann er 188 sentímetrar á hæð og örvhentur. Turner hefur leikið í 3. deild í Frakklandi síðsutu tvö ár með liði Vitre og var stigahæstur fyrra árið með 20,3 stig að meðaltali í leik en næststigahæstur seinna árið með 20,5 stig í leik. Turner útskrifaðist úr Texas Tech háskólanum og skoraði 8,4 stig að meðaltali í háskólaboltanum. Auk þess að spila í Bandaríkjunum og Frakklandi hefur hann leikið í Mongólíu við góðan orðstír og í 2. deildinni á Spáni, þar sem Ægir mun einmitt leika í vetur. Tímabilið hjá Stjörnunni hefst 7. september þegar liðið mætir KR í VÍS-bikarnum. Í yfirlýsingu félagsins segir að nú sé leikmannahópurinn fullmannaður. Stjarnan hefur áður fengið slóvenska kraftframherjann David Gabrovsek, finnska landsliðsmanninn Shawn Hopkins, miðherjann hávaxna Ragnar Nathanaelsson, og bakvörðinn og fyrrverandi Haukamanninn Hilmar Smára Henningsson frá Valencia, auk þess sem hinn tvítugi Ingimundur Orri Jóhannsson sneri heim frá Þór Þorlákshöfn. Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Stjörnumenn fá slóvenskan liðsstyrk Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við Slóvenann David Gabrovsek um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino's deild karla. 17. ágúst 2021 23:30 Nat-vélin samdi við Stjörnuna Íslenski landsliðsmiðherjinn Ragnar Nathanaelsson mun spila áfram í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi tímabili. 9. ágúst 2021 13:45 Hilmar frá Valencia til Stjörnunnar Hilmar Smári Henningsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá spænska liðinu Valencia og mun leika með Garðbæingum í úrvalsdeild karla í körfubolta næsta vetur. 21. júlí 2021 20:16 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Þessar fréttir sýna að ekki verði af komu Josh Selby, fyrrverandi leikmanns Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, en Karfan.is fullyrti á dögunum að Selby væri á leið í Garðabæinn. Turner er lýst sem miklum íþróttamanni með mikinn sprengikraft, í yfirlýsingu Stjörnunnar, en hann er 188 sentímetrar á hæð og örvhentur. Turner hefur leikið í 3. deild í Frakklandi síðsutu tvö ár með liði Vitre og var stigahæstur fyrra árið með 20,3 stig að meðaltali í leik en næststigahæstur seinna árið með 20,5 stig í leik. Turner útskrifaðist úr Texas Tech háskólanum og skoraði 8,4 stig að meðaltali í háskólaboltanum. Auk þess að spila í Bandaríkjunum og Frakklandi hefur hann leikið í Mongólíu við góðan orðstír og í 2. deildinni á Spáni, þar sem Ægir mun einmitt leika í vetur. Tímabilið hjá Stjörnunni hefst 7. september þegar liðið mætir KR í VÍS-bikarnum. Í yfirlýsingu félagsins segir að nú sé leikmannahópurinn fullmannaður. Stjarnan hefur áður fengið slóvenska kraftframherjann David Gabrovsek, finnska landsliðsmanninn Shawn Hopkins, miðherjann hávaxna Ragnar Nathanaelsson, og bakvörðinn og fyrrverandi Haukamanninn Hilmar Smára Henningsson frá Valencia, auk þess sem hinn tvítugi Ingimundur Orri Jóhannsson sneri heim frá Þór Þorlákshöfn.
Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Stjörnumenn fá slóvenskan liðsstyrk Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við Slóvenann David Gabrovsek um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino's deild karla. 17. ágúst 2021 23:30 Nat-vélin samdi við Stjörnuna Íslenski landsliðsmiðherjinn Ragnar Nathanaelsson mun spila áfram í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi tímabili. 9. ágúst 2021 13:45 Hilmar frá Valencia til Stjörnunnar Hilmar Smári Henningsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá spænska liðinu Valencia og mun leika með Garðbæingum í úrvalsdeild karla í körfubolta næsta vetur. 21. júlí 2021 20:16 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Stjörnumenn fá slóvenskan liðsstyrk Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við Slóvenann David Gabrovsek um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino's deild karla. 17. ágúst 2021 23:30
Nat-vélin samdi við Stjörnuna Íslenski landsliðsmiðherjinn Ragnar Nathanaelsson mun spila áfram í úrvalsdeild karla í körfubolta á komandi tímabili. 9. ágúst 2021 13:45
Hilmar frá Valencia til Stjörnunnar Hilmar Smári Henningsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá spænska liðinu Valencia og mun leika með Garðbæingum í úrvalsdeild karla í körfubolta næsta vetur. 21. júlí 2021 20:16