Ronaldo búinn taka föggur sínar og kveðja leikmenn Juventus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 09:19 Cristiano Ronaldo í leik Juventus og Udinese um síðustu helgi. Svo virðist sem það hafi verið hans síðasti leikur fyrir Gömlu konuna. getty/Emmanuele Ciancaglini Cristiano Ronaldo hefur kvatt leikmenn Juventus og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann fari til Englandsmeistara Manchester City. Ronaldo hefur óskað eftir því að yfirgefa Juventus og allt virðist benda til þess að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Fótboltavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá því að Ronaldo hafi yfirgefið æfingasvæði Juventus eftir að hafa kvatt leikmenn liðsins. Cristiano Ronaldo has left Juventus training center after 40 minutes to say goodbye to his teammates. He only wants to leave the club in the next hours. #RonaldoNO training today. Ronaldo is waiting for Mendes to bring the official bid as it s still verbal with Man City.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldos, hefur verið í sambandi við City en þess er enn beðið að félagið geri formlegt tilboð í Portúgalann. City tókst ekki að landa Harry Kane, fyrirliða enska landsliðsins í sumar, en hefur nú beint athygli sinni að Ronaldo. Portúgalinn er ekki ókunnur ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Manchester United á árunum 2003-09 og varð meðal annars þrisvar sinnum Englandsmeistari og einu sinni Evrópumeistari með liðinu. Ronaldo gekk í raðir Juventus fyrir þremur árum og hefur skorað 101 mark í 134 leikjum fyrir félagið. Hann kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli Juventus gegn Udinese í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar um helgina. Ronaldo skoraði í uppbótartíma en markið var dæmt af, honum til lítillar ánægju. Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Ronaldo hefur óskað eftir því að yfirgefa Juventus og allt virðist benda til þess að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Fótboltavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá því að Ronaldo hafi yfirgefið æfingasvæði Juventus eftir að hafa kvatt leikmenn liðsins. Cristiano Ronaldo has left Juventus training center after 40 minutes to say goodbye to his teammates. He only wants to leave the club in the next hours. #RonaldoNO training today. Ronaldo is waiting for Mendes to bring the official bid as it s still verbal with Man City.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldos, hefur verið í sambandi við City en þess er enn beðið að félagið geri formlegt tilboð í Portúgalann. City tókst ekki að landa Harry Kane, fyrirliða enska landsliðsins í sumar, en hefur nú beint athygli sinni að Ronaldo. Portúgalinn er ekki ókunnur ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Manchester United á árunum 2003-09 og varð meðal annars þrisvar sinnum Englandsmeistari og einu sinni Evrópumeistari með liðinu. Ronaldo gekk í raðir Juventus fyrir þremur árum og hefur skorað 101 mark í 134 leikjum fyrir félagið. Hann kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli Juventus gegn Udinese í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar um helgina. Ronaldo skoraði í uppbótartíma en markið var dæmt af, honum til lítillar ánægju.
Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira