Ingó Veðurguð verður ekki með í uppsetningu Grease Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 19:24 Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð, mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu Grease eins og til stóð. Saga Sig Ingólfur Þórarinsson mun ekki fara með hlutverk Danny Zuko í uppsetningu á söngleiknum Grease. Tónleikasýning á söngleiknum átti að fara fram í haust en hefur verið frestað til næsta árs. Þetta staðfestir Björgvin Þór Rúnarsson, einn framleiðandi tónleikanna, í samtali við Vísi. Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, átti að fara með hlutverk Danny Zuko, sem John Travolta túlkaði svo eftirminnilega í kvikmyndinni. Nú hefur það hins vegar verið tilkynnt að Ingó muni ekki fara með hlutverk í sýningunni. Björgvin segir að ákvörðunin hafi verið tekin sameiginlega. Tilkynnt verður á næstu vikum hver mun fara með hlutverkið í hans stað, en samkvæmt fréttatilkynningu er sá söngvari ekki af verri endanum. Til stóð að tónleikasýning Grease færi fram í Laugardalshöll þann 23. október næstkomandi en ákveðið hefur verið að færa hana. Sýningin mun þess í stað fara fram laugardagskvöldið 30. apríl á næsta ári. Í tilkynningu frá Nordic Live Event, sem er fyrirtækið sem stendur fyrir sýningunni, kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir vegna Covid-19. „Allir sem að sýningunni koma eru orðnir mjög óþreyjufullir að stíga á svið og færa áhorfendum stórkostlega skemmtun. Hópurinn mun nota tímann til að gera tónleikasýninguna Grease enn meira æði og við getum ekki beðið eftir 30. apríl,“ segir í tilkynningunni. Þeim sem standa að baki sýningarinnar hvetja miðaeigendur til þess að halda miðum sínum á nýrri dagssetningu og styðja þannig við viðburðahald á Íslandi sem hefur átt undir högg að sækja síðustu mánuði. Þeir sem keypt hafa miða stendur til boða að færa miðana sína yfir á nýja dagsetningu eða fá endurgreitt. Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir mun syngja hlutverk Sandy, sem er hlutverkið sem gerði Oliviu Newton-John heimsfræga. Þá munu þau Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, og Stefán Jakobsson, söngvari, einnig fara með hlutverk í sýningunni. Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tengdar fréttir Ingó spilaði fyrir Íslendinga á Tenerife Svo virðist sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi troðið upp á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í bænum Adeje á spænsku eyjunni Tenerife í kvöld. 11. ágúst 2021 23:49 „Ég væri kannski ekki til ef það væri ekki fyrir Grease“ Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. 14. desember 2020 10:30 Jóhanna Guðrún og Ingó verða eitt þekktasta par sögunnar í Grease Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. 10. desember 2020 09:48 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, átti að fara með hlutverk Danny Zuko, sem John Travolta túlkaði svo eftirminnilega í kvikmyndinni. Nú hefur það hins vegar verið tilkynnt að Ingó muni ekki fara með hlutverk í sýningunni. Björgvin segir að ákvörðunin hafi verið tekin sameiginlega. Tilkynnt verður á næstu vikum hver mun fara með hlutverkið í hans stað, en samkvæmt fréttatilkynningu er sá söngvari ekki af verri endanum. Til stóð að tónleikasýning Grease færi fram í Laugardalshöll þann 23. október næstkomandi en ákveðið hefur verið að færa hana. Sýningin mun þess í stað fara fram laugardagskvöldið 30. apríl á næsta ári. Í tilkynningu frá Nordic Live Event, sem er fyrirtækið sem stendur fyrir sýningunni, kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir vegna Covid-19. „Allir sem að sýningunni koma eru orðnir mjög óþreyjufullir að stíga á svið og færa áhorfendum stórkostlega skemmtun. Hópurinn mun nota tímann til að gera tónleikasýninguna Grease enn meira æði og við getum ekki beðið eftir 30. apríl,“ segir í tilkynningunni. Þeim sem standa að baki sýningarinnar hvetja miðaeigendur til þess að halda miðum sínum á nýrri dagssetningu og styðja þannig við viðburðahald á Íslandi sem hefur átt undir högg að sækja síðustu mánuði. Þeir sem keypt hafa miða stendur til boða að færa miðana sína yfir á nýja dagsetningu eða fá endurgreitt. Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir mun syngja hlutverk Sandy, sem er hlutverkið sem gerði Oliviu Newton-John heimsfræga. Þá munu þau Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, og Stefán Jakobsson, söngvari, einnig fara með hlutverk í sýningunni.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tengdar fréttir Ingó spilaði fyrir Íslendinga á Tenerife Svo virðist sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi troðið upp á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í bænum Adeje á spænsku eyjunni Tenerife í kvöld. 11. ágúst 2021 23:49 „Ég væri kannski ekki til ef það væri ekki fyrir Grease“ Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. 14. desember 2020 10:30 Jóhanna Guðrún og Ingó verða eitt þekktasta par sögunnar í Grease Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. 10. desember 2020 09:48 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Ingó spilaði fyrir Íslendinga á Tenerife Svo virðist sem Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi troðið upp á veitingastaðnum Bambú bar & bistro í bænum Adeje á spænsku eyjunni Tenerife í kvöld. 11. ágúst 2021 23:49
„Ég væri kannski ekki til ef það væri ekki fyrir Grease“ Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. 14. desember 2020 10:30
Jóhanna Guðrún og Ingó verða eitt þekktasta par sögunnar í Grease Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. 10. desember 2020 09:48