„Maður má ekki vera að væla um djammið, en við þurfum djamm“ Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 20:15 Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, og Jón Bjarni Snorrason, formaður Nemendafélags Borgarholtsskóla. Stöð 2/Sigurjón Menntaskólanemum finnst að verið sé að svipta þá æskunni, en ljóst er að böll munu ekki falla undir 500 manna sitjandi viðburði með hraðprófi. Stjórnvöld eru að gleyma okkur, segir unga fólkið, sem telur þar að auki að skortur á félagslífi geti komið niður á námsárangri þeirra. Rúmt eitt og hálft ár er síðan Menntaskólinn í Reykjavík hélt síðast ball. Þrátt fyrir háleitar vonir um takmarkalaust haust eftir takmarkalaust sumar með köflum, er ljóst að ekki stefnir í fjölmennt skemmtanahald í vetur. „Við finnum öll fyrir mjög miklu vonleysi af því að það er alltaf að koma upp eitthvað nýtt. Svo eru einhverjar reglur, þar sem afléttingar eiga sér stað, við verðum spennt fyrir því og horfum björtum augum til framtíðar. En svo er einhvern veginn hver skellur á fætur öðrum sem kemur og hindrar,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir, inspector scholae við MR. Svipt æskunni Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, telur að hans aldurshópur sé sá sem hafi farið einna verst út úr faraldrinum. Kynslóð foreldra hans hafi jú vissulega þurft að vinna heima og annað slíkt, en í hans tilviki sé um að ræða ár sem komi aldrei aftur. „Þetta eru þrjú ár sem við viljum nýta nokkuð vel. Þetta eru árin sem fólk talar um bestu ár æskunnar. Þetta er æskan. Og æskan sem við munum bara aldrei fá upplifða. Og böllin og djammið eru hluti af æskunni, eða hvað? „Að sjálfsögðu,“ segir Agnar Már. Jón Bjarni Snorrason formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla segir að unga fólkið gleymist þegar litið er til hagsmuna ólíkra hópa; í þeirra hlut komi að mæta bara í skólann og vera þunglynd. „Það er engin skömm í því. Maður þarf djammið. Það er svo stór partur af framhaldsskóla. Maður má ekkert vera að væla um djammið, en við þurfum djamm. Þannig er það, það er hvatning fyrir náminu og allir eru að missa áhuga á náminu af því að það er ekkert djamm,“ segir Jón Bjarni. Sólrún Dögg Jósefsdóttir inspector scholae við Menntaskólann í Reykjavík.Stöð 2/Sigurjón Jón Bjarni hvetur til þess að menntaskólanemum verði gert heimilt að halda böll með hraðprófum fyrirfram og 1.000 manna hámarki. Reglugerðin gerir ráð fyrir slíkum undanþágum, en aðeins fyrir sitjandi viðburði, eins og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn benti á í samtali við fréttastofu. Vonandi er að þá verði bót í máli að framhaldsskólanemar hafa kost á að fjölmenna á Söngvakeppni framhaldsskólanna, eins og Víðir sagði að væri inni í myndinni. Sólrún Dögg óttast að áhrif þess að félagslíf framhaldsskólanna sé lamað geti orðið þau að þar endi á að fara í gegnum heila skólagöngu kynslóðir sem aldrei öðlist reynslu af því að reka virkt félagslíf. Þannig geti mikilvæg þekking sem erfist kynslóð eftir kynslóð glatast. Er ekki smá skondið að 16-22 ára fá ekki að mæta á ball þótt þau skila inn skyndiprófi? 1000 testaðir stálhraustir unglingar að missa sig smá getur ekki verið það hræðilegt?— Jón Bjarni (@jonbjarni14) August 26, 2021 Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. 26. ágúst 2021 14:11 Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Rúmt eitt og hálft ár er síðan Menntaskólinn í Reykjavík hélt síðast ball. Þrátt fyrir háleitar vonir um takmarkalaust haust eftir takmarkalaust sumar með köflum, er ljóst að ekki stefnir í fjölmennt skemmtanahald í vetur. „Við finnum öll fyrir mjög miklu vonleysi af því að það er alltaf að koma upp eitthvað nýtt. Svo eru einhverjar reglur, þar sem afléttingar eiga sér stað, við verðum spennt fyrir því og horfum björtum augum til framtíðar. En svo er einhvern veginn hver skellur á fætur öðrum sem kemur og hindrar,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir, inspector scholae við MR. Svipt æskunni Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, telur að hans aldurshópur sé sá sem hafi farið einna verst út úr faraldrinum. Kynslóð foreldra hans hafi jú vissulega þurft að vinna heima og annað slíkt, en í hans tilviki sé um að ræða ár sem komi aldrei aftur. „Þetta eru þrjú ár sem við viljum nýta nokkuð vel. Þetta eru árin sem fólk talar um bestu ár æskunnar. Þetta er æskan. Og æskan sem við munum bara aldrei fá upplifða. Og böllin og djammið eru hluti af æskunni, eða hvað? „Að sjálfsögðu,“ segir Agnar Már. Jón Bjarni Snorrason formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla segir að unga fólkið gleymist þegar litið er til hagsmuna ólíkra hópa; í þeirra hlut komi að mæta bara í skólann og vera þunglynd. „Það er engin skömm í því. Maður þarf djammið. Það er svo stór partur af framhaldsskóla. Maður má ekkert vera að væla um djammið, en við þurfum djamm. Þannig er það, það er hvatning fyrir náminu og allir eru að missa áhuga á náminu af því að það er ekkert djamm,“ segir Jón Bjarni. Sólrún Dögg Jósefsdóttir inspector scholae við Menntaskólann í Reykjavík.Stöð 2/Sigurjón Jón Bjarni hvetur til þess að menntaskólanemum verði gert heimilt að halda böll með hraðprófum fyrirfram og 1.000 manna hámarki. Reglugerðin gerir ráð fyrir slíkum undanþágum, en aðeins fyrir sitjandi viðburði, eins og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn benti á í samtali við fréttastofu. Vonandi er að þá verði bót í máli að framhaldsskólanemar hafa kost á að fjölmenna á Söngvakeppni framhaldsskólanna, eins og Víðir sagði að væri inni í myndinni. Sólrún Dögg óttast að áhrif þess að félagslíf framhaldsskólanna sé lamað geti orðið þau að þar endi á að fara í gegnum heila skólagöngu kynslóðir sem aldrei öðlist reynslu af því að reka virkt félagslíf. Þannig geti mikilvæg þekking sem erfist kynslóð eftir kynslóð glatast. Er ekki smá skondið að 16-22 ára fá ekki að mæta á ball þótt þau skila inn skyndiprófi? 1000 testaðir stálhraustir unglingar að missa sig smá getur ekki verið það hræðilegt?— Jón Bjarni (@jonbjarni14) August 26, 2021
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. 26. ágúst 2021 14:11 Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. 26. ágúst 2021 14:11
Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45