„Hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 10:01 Mikael Egill Ellertsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í byrjun næsta mánaðar. getty/Seb Daly Mikael Egill Ellertsson segir að það hafi komið sér á óvart að vera valinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta. Hann nýtur sín vel hjá ítalska B-deildarfélaginu SPAL en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið þess á dögunum. Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu. HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu.
HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira