Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 14:31 Tólfan var fáliðuð á landsleik gegn Rúmeníu í fyrrahaust. Nú er von á mun fleiri áhorfendum þegar Rúmenar mæta aftur í Laugardalinn næsta fimmtudag. vísir/hulda margrét Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara. KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira
Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara.
KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Sjá meira