Fengu að seinka Evrópuleikjunum og mæta Porec um þarnæstu helgi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2021 14:16 Snorri Steinn Guðjónsson og Valsmennirnir hans fara til Króatíu í næstu viku. vísir/Hulda Margrét Valur spilar leiki sína gegn Porec í Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handbolta í næstu viku, að því gefnu að allir leikmenn liðsins fái neikvæða niðurstöðu út úr kórónuveiruprófi á morgun. Valsmenn áttu að fara til Króatíu í gær og spila gegn Porec á morgun og laugardaginn. Ekkert varð af því eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Allt lið Vals fór í skimun á mánudaginn en ekki reyndust fleiri smitaðir en þrír sem höfðu þegar fengið jákvæða niðurstöðu. Íslandsmeistararnir voru hins vegar sendir í sóttkví fram á föstudag. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, staðfesti við Vísi í dag að beiðni Vals um að spila leikina gegn Porec á föstudaginn og laugardaginn í næstu viku hafi verið samþykkt. „Við stefnum á að spila aðra helgi og fara út á miðvikudaginn,“ sagði Snorri. Valsmenn fara í aðra skimun á morgun og að öllu óbreyttu losna þeir úr sóttkví þá. „Á morgun fara allir í próf og að því gefnu að allir fái neikvætt úr því byrjum við bara að æfa, og undirbúa okkur fyrir þessa leiki og þrumum okkur svo í þetta.“ Þremenningarnir við ágæta heilsu Sem fyrr sagði eru þrír leikmenn Vals með kórónuveiruna. Snorri segir ástand þeirra nokkuð gott en ljóst sé að þeir fari ekki með til Króatíu. „Heilsan er bara góð. Einn þeirra með mjög væg einkenni þegar ég talaði við hann í gær en hinir eru fínir, ekki illa haldnir, nema að vera í einangrun sem er þreytt,“ sagði Snorri. Valsmenn munu standa í ströngu í byrjun næsta mánaðar. Þeir mæta Porec ytra 3. og 4. september og Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fjórum dögum síðar fara átta liða úrslitin fara fram og Olís-deildin hefst svo 16. september. Í 1. umferð hennar mætir Valur Gróttu á Seltjarnarnesi. Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. 24. ágúst 2021 14:08 Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Valsmenn áttu að fara til Króatíu í gær og spila gegn Porec á morgun og laugardaginn. Ekkert varð af því eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Allt lið Vals fór í skimun á mánudaginn en ekki reyndust fleiri smitaðir en þrír sem höfðu þegar fengið jákvæða niðurstöðu. Íslandsmeistararnir voru hins vegar sendir í sóttkví fram á föstudag. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, staðfesti við Vísi í dag að beiðni Vals um að spila leikina gegn Porec á föstudaginn og laugardaginn í næstu viku hafi verið samþykkt. „Við stefnum á að spila aðra helgi og fara út á miðvikudaginn,“ sagði Snorri. Valsmenn fara í aðra skimun á morgun og að öllu óbreyttu losna þeir úr sóttkví þá. „Á morgun fara allir í próf og að því gefnu að allir fái neikvætt úr því byrjum við bara að æfa, og undirbúa okkur fyrir þessa leiki og þrumum okkur svo í þetta.“ Þremenningarnir við ágæta heilsu Sem fyrr sagði eru þrír leikmenn Vals með kórónuveiruna. Snorri segir ástand þeirra nokkuð gott en ljóst sé að þeir fari ekki með til Króatíu. „Heilsan er bara góð. Einn þeirra með mjög væg einkenni þegar ég talaði við hann í gær en hinir eru fínir, ekki illa haldnir, nema að vera í einangrun sem er þreytt,“ sagði Snorri. Valsmenn munu standa í ströngu í byrjun næsta mánaðar. Þeir mæta Porec ytra 3. og 4. september og Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fjórum dögum síðar fara átta liða úrslitin fara fram og Olís-deildin hefst svo 16. september. Í 1. umferð hennar mætir Valur Gróttu á Seltjarnarnesi.
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. 24. ágúst 2021 14:08 Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. 24. ágúst 2021 14:08
Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. 24. ágúst 2021 09:45