Lof og last: Viktor Örlygur, Sölvi Geir, Kristinn Steindórs, andleysi og misheppnað boð Kópacabana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2021 12:00 Viktor Örlygur Andrason var frábær í leik Víkings og Vals. Vísir/Hulda Margrét Síðustu fjóra daga hefur heil umferð farið fram í Pepsi Max deild karla. Raunar voru tveir leikir sem hafði verið frestað fyrr í sumar en það er aukaatriði. Hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last úr síðustu sex leikjum deildarinnar. Lof Viktor Örlygur Andrason Víkingar kafsigldu Íslandsmeistara Vals í fyrri hálfleik er liðin mættust í toppslag deildarinnar á Heimavelli Hamingjunnar í Fossvogi. Viktor Örlygur hefur staðið sig með sóma það sem af er sumri en naut sín manna best í stórleiknum. Ekki nóg með að vera sem ryksuga á alla lausa bolta þá skoraði hann að öllum líkindum eitt af mörkum sumarsins þegar hann kom Víking í 2-0. Sölvi Geir Ottesen Annar Víkingur sem fær hrós fyrir sína frammistöðu. Var stillt upp nokkuð óvænt í hægri bakverði en leysti það með sóma. Svo átti hann eina af „tæklingum“ ársins ef ekki aldarinnar. Emil Atlason Sóknarmaðurinn er hvað þekktastur fyrir hæfileika sína í loftinu en það hefur lítið gengið hjá honum að koma knettinum í netið í sumar. Hann ákvað því að prófa að þruma einfaldlega á markið er Stjarnan vann 2-0 sigur á Fylki í fallbaráttuslag. Boltinn söng í netinu og spurning hvort Emil láti ekki vaða oftar í þeim leikjum sem eftir eru. Kristinn Steindórsson Ef Breiðablik verður Íslandsmeistari má segja að upprisa Kristins sé fullkomnuð. Eftir að hafa verið svo gott sem gleymdur og grafinn samdi hann við uppeldisfélagið Breiðablik fyrir síðasta tímabil. Spilaði nokkuð vel í fyrra en hefur verið frábær það sem af er tímabili nú. Skoraði fyrra markið í 2-0 útisigri Breiðabliks á KA ásamt því að leggja það síðara upp. Með sigrinum fóru Blikar á toppinn. Stefán Árni Geirsson Stefán Árni lagði upp fyrra mark KR í 2-0 útisigri á ÍA. Annar leikurinn í röð sem Stefán Árni leggur upp en í bæði skiptin er það Kjartan Henry Finnbogason sem nýtur góðs af. Ef Stefán Árni heldur þessu áfram verður hann illviðráðanlegur á næstu árum. Last Fyrri hálfleikur Vals Það var ekki að sjá að Valsmenn væru á toppi deildarinnar þegar þeir mættu á Heimavöll Hamingjunnar. Þeir áttu engin svör við leik Víkinga og voru í raun heppnir með að vera aðeins 2-0 undir í hálfleik. Spilamennskan skánaði aðeins í síðari hálfleik en það var aðallega því Víkingar leyfðu gestunum að klappa boltanum meira. Andleysi Fylkis Leikur Stjörnunnar og Fylkis var upp á líf og dauða, svona svo gott sem. Bæði lið voru með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Það var ekki að sjá á spilamennsku Fylkis sem var hvorki fugl né fiskur. Liðið þarf að girða sig í brók ætli það ekki að spila í Lengjudeildinni næsta sumar. Misheppnað boð Kópacabana Ekki beint last en það má með sanni segja að stuðningsmannasveit Breiðabliks, Kópacabana, hafi lesið vitlaust í aðstæður er hún bað stuðningsmenn Þórsara um hjálp í stúkunni á Greifavellinum. Ljóst er að rígurinn milli Þórs og KA er enginn þegar kemur að ríg Akureyringa við fólk frá höfuðborginni. Því komust meðlimir Kópacabana fljótt að. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 21:39 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KR 0-2 | Skagamenn að renna út á tíma í fallbaráttunni Skagamenn fengu KR í heimsókn á Akranes í Pepsi-Max deild karla. Skagamenn að róa lífróður á botni deildarinnar en KR-ingar að gæla við baráttu um sæti í Evrópukeppni á næsta ári eftir góðan 2-0 útisigur. 25. ágúst 2021 21:32 Umfjöllun og viðtöl: FH - Keflavík 0-0 | Bútasaumsvörn Keflvíkinga hélt í Krikanum FH og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í Kaplakrika í frestuðum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum en FH-ingar rúlluðu yfir Keflvíkinga suður með sjó á laugardaginn, 0-5. 25. ágúst 2021 20:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. 22. ágúst 2021 22:05 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira
Lof Viktor Örlygur Andrason Víkingar kafsigldu Íslandsmeistara Vals í fyrri hálfleik er liðin mættust í toppslag deildarinnar á Heimavelli Hamingjunnar í Fossvogi. Viktor Örlygur hefur staðið sig með sóma það sem af er sumri en naut sín manna best í stórleiknum. Ekki nóg með að vera sem ryksuga á alla lausa bolta þá skoraði hann að öllum líkindum eitt af mörkum sumarsins þegar hann kom Víking í 2-0. Sölvi Geir Ottesen Annar Víkingur sem fær hrós fyrir sína frammistöðu. Var stillt upp nokkuð óvænt í hægri bakverði en leysti það með sóma. Svo átti hann eina af „tæklingum“ ársins ef ekki aldarinnar. Emil Atlason Sóknarmaðurinn er hvað þekktastur fyrir hæfileika sína í loftinu en það hefur lítið gengið hjá honum að koma knettinum í netið í sumar. Hann ákvað því að prófa að þruma einfaldlega á markið er Stjarnan vann 2-0 sigur á Fylki í fallbaráttuslag. Boltinn söng í netinu og spurning hvort Emil láti ekki vaða oftar í þeim leikjum sem eftir eru. Kristinn Steindórsson Ef Breiðablik verður Íslandsmeistari má segja að upprisa Kristins sé fullkomnuð. Eftir að hafa verið svo gott sem gleymdur og grafinn samdi hann við uppeldisfélagið Breiðablik fyrir síðasta tímabil. Spilaði nokkuð vel í fyrra en hefur verið frábær það sem af er tímabili nú. Skoraði fyrra markið í 2-0 útisigri Breiðabliks á KA ásamt því að leggja það síðara upp. Með sigrinum fóru Blikar á toppinn. Stefán Árni Geirsson Stefán Árni lagði upp fyrra mark KR í 2-0 útisigri á ÍA. Annar leikurinn í röð sem Stefán Árni leggur upp en í bæði skiptin er það Kjartan Henry Finnbogason sem nýtur góðs af. Ef Stefán Árni heldur þessu áfram verður hann illviðráðanlegur á næstu árum. Last Fyrri hálfleikur Vals Það var ekki að sjá að Valsmenn væru á toppi deildarinnar þegar þeir mættu á Heimavöll Hamingjunnar. Þeir áttu engin svör við leik Víkinga og voru í raun heppnir með að vera aðeins 2-0 undir í hálfleik. Spilamennskan skánaði aðeins í síðari hálfleik en það var aðallega því Víkingar leyfðu gestunum að klappa boltanum meira. Andleysi Fylkis Leikur Stjörnunnar og Fylkis var upp á líf og dauða, svona svo gott sem. Bæði lið voru með 16 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Það var ekki að sjá á spilamennsku Fylkis sem var hvorki fugl né fiskur. Liðið þarf að girða sig í brók ætli það ekki að spila í Lengjudeildinni næsta sumar. Misheppnað boð Kópacabana Ekki beint last en það má með sanni segja að stuðningsmannasveit Breiðabliks, Kópacabana, hafi lesið vitlaust í aðstæður er hún bað stuðningsmenn Þórsara um hjálp í stúkunni á Greifavellinum. Ljóst er að rígurinn milli Þórs og KA er enginn þegar kemur að ríg Akureyringa við fólk frá höfuðborginni. Því komust meðlimir Kópacabana fljótt að. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 21:39 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KR 0-2 | Skagamenn að renna út á tíma í fallbaráttunni Skagamenn fengu KR í heimsókn á Akranes í Pepsi-Max deild karla. Skagamenn að róa lífróður á botni deildarinnar en KR-ingar að gæla við baráttu um sæti í Evrópukeppni á næsta ári eftir góðan 2-0 útisigur. 25. ágúst 2021 21:32 Umfjöllun og viðtöl: FH - Keflavík 0-0 | Bútasaumsvörn Keflvíkinga hélt í Krikanum FH og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í Kaplakrika í frestuðum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum en FH-ingar rúlluðu yfir Keflvíkinga suður með sjó á laugardaginn, 0-5. 25. ágúst 2021 20:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. 22. ágúst 2021 22:05 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA - Breiðablik 0-2 | Blikar á toppinn eftir sigur fyrir norðan Breiðablik lyfti sér í efsta sæti Pepsi Max deildarinnar með sterkum 2-0 útisigri gegn KA þegar fjórar umferðir eru eftir. Norðanmenn eru hinsvegar nánast búnir að stimpla sig út úr toppbaráttunni. 25. ágúst 2021 21:39
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KR 0-2 | Skagamenn að renna út á tíma í fallbaráttunni Skagamenn fengu KR í heimsókn á Akranes í Pepsi-Max deild karla. Skagamenn að róa lífróður á botni deildarinnar en KR-ingar að gæla við baráttu um sæti í Evrópukeppni á næsta ári eftir góðan 2-0 útisigur. 25. ágúst 2021 21:32
Umfjöllun og viðtöl: FH - Keflavík 0-0 | Bútasaumsvörn Keflvíkinga hélt í Krikanum FH og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í Kaplakrika í frestuðum leik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna á fimm dögum en FH-ingar rúlluðu yfir Keflvíkinga suður með sjó á laugardaginn, 0-5. 25. ágúst 2021 20:50
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0 | Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. 22. ágúst 2021 22:05