Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs, en Blount skilaði að meðaltali tíu stigum, sex fráköstum og tveimur stoðsendingum á Spáni.
Hann er 24 ára gamall framherji sem er 203 sentimetrar á hæð, og í tilkynninug frá félaginu kemur meðal annars fram að Þórsarar bindi miklar vonir við kappann.
Þórsarar voru lengi vel í fallbaráttu á seinasta tímabili, en komu sér í úrslitakeppnina á lokametrunum eftir að hafa lent í sjöunda sæti. Þeir féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir 3-1 tap gegn verðandi Íslandsmeisturum og nöfnum sínum frá Þorlákshöfn.