Eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 21:07 Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur segir aldrei of seint að fara huga að heilsunni. Vísir Samkvæmt nýlegri rannsókn er það mýta að það hægi á grunnbrennslu líkamans með aldrinum. Næringarfræðingur segir að þær lífsstílsbreytingar sem komi gjarnan með aldrinum hafi meiri áhrif á aukakílóin heldur en aldurinn í sjálfu sér. Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rannsókn var gerð nýlega á grunnbrennslu tæplega 6.500 manns á aldrinum 0-95 ára í 29 löndum. Niðurstöður sýndu fram á að á milli þrítugs til sjötugs breyttist grunnbrennslan lítið sem ekkert. „Fólkinu er gefið ákveðið vatn sem er í rauninni bara bætt við efnafræðilega, þannig það sé hægt að mæla það þegar skilast út og það er spurning hvort þessi aðferð sé skotheld,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. „Það skiptir máli hvernig lífi fólk lifir. Er það í streitu? Er það í svefnleysi? Hvaða fæðutegundir velur fólk? Er það að velja kolvetni eða mikið prótín? Þetta er eiginlega bara einstaklingsbundið.“ Elísabet segir þó að með aldrinum sé eðlilegt að álag aukist í vinnu og einkalífi og þá sé algengt að fólk hreyfi sig minni. „Auðvitað er það einn áhættuþátturinn en það eru bara svo margir þættir sem koma að lífsstílnum. Mér finnst að það megi kenna krökkum í grunnskóla hvað lífsstíll skiptir miklu máli alveg fram eftir. Hvernig eigum við að taka skrefin, eigum við að hætta hreyfa okkur þegar við förum í menntaskóla eða hvernig skilaboðum eigum við að koma til krakkanna svo þau læri og séu með vitneskjuna alla ævi.“ Hún segir aldrei of seint að byrja huga að heilsunni. „Því auðvitað er markmiðið að lifa góðum lífsgæðum og ef að næringin hefur þau áhrif að við höfuð það betur og okkur líður betur líkamlega, þá er það bara þess virði að grípa í það hálmstrá þegar maður er tilbúin.“ Elísabet telur að eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði og borða frekar næringarríkan mat. „Fólk heldur svo oft að af því að það er orðið eldra og hreyfir sig minna, þá eigi það að borða minna. Það er bara ekki rétt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Elísabetu í heild sinni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira