Við heyrum í karlmanni sem var ekki par sáttur við Laugardalshöll í morgun og brást illa við mótmælanda sem öskraði á foreldra á leið með börn sín í bólusetningu í dag.
Svo sjáum við magnaðar myndir af rándýrum sprengjuþotum Bandaríkjahers sem lentu á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson er okkar sérfræðingur í háloftunum og hefur kynnt sér vélarnar og tilgang veru þeirra hér á landi.
Við rýnum í nýja Maskínukönnun á fylgi flokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga og Magnús Hlynur hittir organista sem spilar popplög á orgelið í Skálholtskirkju og tekur við óskalögum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.