Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 14:08 Ljóst er að ekkert verður að Króatíuför Valsmanna í þessari viku. vísir/elín Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna. Olís-deild karla Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira