Ekki fleiri smit hjá Val en liðið í sóttkví fram á föstudag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 14:08 Ljóst er að ekkert verður að Króatíuför Valsmanna í þessari viku. vísir/elín Ekki reyndust fleiri kórónuveirusmit í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handbolta karla en þau þrjú sem þegar hafa greinst. Liðið er samt í sóttkví og óvíst hvað verður um Evrópuleiki þess gegn Porec frá Króatíu. Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna. Olís-deild karla Valur Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Einn leikmaður Vals greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn og í gær bættust tvö smit við. Allur leikmannahópur Vals fór í skimun í gær og ekki komu fleiri jákvæð smit út úr henni. Valur átti að fara til Króatíu á morgun og mæta Porec á föstudaginn og laugardaginn. Ekkert verður af því en Valsmenn vonast til að Evrópuleikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi. „Það eru ekki fleiri smit, það er bara bundið við þessi þrjú, en við erum komnir í sóttkví fram á föstudaginn. Það er því ljóst að við förum ekki út á morgun og spilum ekki um helgina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, við Vísi í dag. Valur seldi heimaleikinn gegn Porec og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferð Evrópudeildarinnar fara fram. „Við þurfum að heyra í þeim í Króatíu og það var fyrirhugað að spila meistara meistaranna þannig að þetta er púsluspil,“ sagði Snorri en Valur og Haukar áttu að mætast í Meistarakeppni HSÍ föstudaginn 3. september. Leggja ekki árar í Evrópubátinn Snorri segir Valsmenn nokkuð bjartsýna á að geta spilað við Porec um þarnæstu helgi. Það velti þó á ýmsu. „Frá okkar bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu en það eru alls konar breytur í þessu. Ég er með vinnandi menn í liðinu sem voru búnir að fá frí til að fara til Króatíu en eru komnir í sóttkví. Flækjustigið er umtalsvert en við stefnum klárlega á að taka þátt í Evrópukeppninni. Það hefur ekki komið til tals að blása það af,“ sagði Snorri. „Við sjáum bara hvað næstu dagar bera með sér en ég er samt sem áður vongóður að þessir leikir fari fram og það er ánægjulegt að fleiri hafi ekki greinst smitaðir þótt það sé alvarlegt að þrjú smit hafi greinst innan liðsins.“ Valur á að mæta Víkingi í sextán liða úrslitum Coca Cola-bikarsins 9. september. Fyrsti leikur Vals í Olís-deildinni er svo gegn Gróttu á Seltjarnarnesi viku seinna.
Olís-deild karla Valur Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða