Blessaður leigusamningurinn veiti heimild fyrir merkingunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Inga Sæland segir að sambúð flokksins og kirkjunnar hafi verið afar góð. vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknarnefnd Grafarvogskirkju sé ósátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigusamningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrifstofur sínar. Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“ Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, væri alls ekki sátt við að kirkjan væri nú merkt Flokki fólksins í bak og fyrir. Merkingar flokksins eru á gluggum kirkjunnar og þá er flokkurinn einnig merktur á skilti fyrir utan kirkjuna og á auglýsingafána sem blaktir þar. Guðrún sagði að flokkurinn yrði beðinn að fjarlægja merkingar sínar af kirkjunni. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndarinnar, sagði þá að samkvæmt samningi mætti flokkurinn merkja sig við kirkjuna en aðeins við inngang rýmisins sem flokkurinn leigir. Hún vill meina að flokkurinn hafi farið aðeins fram úr sér. Merkingarnar sjást greinilega í glugga á neðstu hæð kirkjunnar.vísir/vilhelm Ekki orðið var við óánægju Þetta kemur flatt upp á Ingu Sæland, formann flokksins: „Þetta hlýtur nú að byggjast á einhverjum misskilningi því við erum hér með þrettándu grein í leigusamningi sem segir að við höfum heimild í samráði við leigusala að setja á okkar kostnað merkingar á fasteignina, bæði innan og utanhúss á lóðina. Og síðan eigum við að fjarlægja þær þegar leigutöku lýkur,“ segir Inga. Og voru merkingarnar settar upp í samráði við kirkjuna? „Já, þetta er bara samningur sem er skrifað undir. Þinglýstur leigusamningur.“ Spurð út í orð Önnu Guðrúnar um að flokkurinn hafi aðeins mátt merkja sig við innganginn segir Inga: „Nei, nei, það er bara samkomulagsatriði hér samkvæmt 13. grein samningsins og ég held að við séum bara algjörlega 100 prósent sátt með það, bæði við og leigusalinn okkar, sem hefur tekið okkur sérstaklega vel.“ Blessaður leigusamningur Hún segir að kirkjan hafi ekki beðið flokkinn að fjarlægja neinar merkingar. „Við höfum ekki verið beðin um neitt slíkt. Bara alls ekki. Þannig ég get ekki annað séð en að við séum bara virkilega velkomin og við upplifum okkur þannig, ætíð, og erum endalaust þakklát fyrir að fá að vera á þessum fallega stað,“ segir Inga. Sambandi sé virkilega gott milli flokksins og kirkjunnar. „Það hefur aldrei nokkurn tíma styggðaryrði fallið á milli okkar og ég myndi segja að þessi leigusamningur okkar sé bara virkilega blessaður. Við erum bara sátt,“ segir Inga. Ef kirkjan sé virkilega svo á móti merkingunum hefur hún enga trú á öðru en að málið veðri leyst farsællega en enginn frá sóknarnefndinni hafi enn talað við flokkinn um málið. Eruð þið kristilegur flokkur? „Við allavega erum kristin, já við erum það. Við fylgjum allavega manngæsku og kristilegum gildum. Við viljum koma fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.“
Þjóðkirkjan Trúmál Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira