Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 08:31 Þessir tveir skoruðu báðir mörk sem voru dæmd af í gær. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. Áður en Stjarnan komst yfir á 18. mínútu í Garðabænum hafði Emil Atlason komið boltanum yfir línuna en markið var dæmd af þar sem Emil var álitinn brotlegur í aðdraganda marksins. Þeir létu það ekki á sig fá og Björn Berg Bryde skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún allt þangað til á 84. mínútu þegar Emil skoraði annað mark Stjörnunnar. Að þessu sinni var það ekki dæmt af. Eggert Aron Magnússon lagði boltann út á Emil sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Stjarnan lyftir sér þar með aðeins frá fallsvæðinu á meðan Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu. Klippa: Stjarnan 2-0 Fylkir Í Breiðholti var HK í heimsókn en gestirnir voru fyrir leik þremur stigum frá öruggu sæti. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Daníel Finns hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson stangaði í netið. Markið var dæmt af þar sem talið var að Sólon Breki Leifsson væri að hafa áhrif á markvörð HK-inga, Arnar Frey Ólafsson, úr rangstöðu. Leiknum lauk með markalaustu jafntefli. Sæti Leiknis endanlega tryggt á meðan HK þarf að fara vinna leiki ætli liðið að halda sér í deildinni. Farið var yfir hvort markið hefði átt að standa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði Atla Viðar Björnsson hvort hann væri sammála því að markið væri ólöglegt. „Nei, ég er það eiginlega ekki. Sá sem er í sjónlínunni við Arnar Frey er ekki rangstæður. Sólon Breki stendur í rangstöðu en hann er aldrei í neinni sjónlínu og er því ekki að trufla einn eða neinn. Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn og því átt þetta mark að standa fyrir mína parta.“ Dæmi hver fyrir sig. Umræðuna sem og atvikið má sjálft má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræðan um mark Leiknis Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Áður en Stjarnan komst yfir á 18. mínútu í Garðabænum hafði Emil Atlason komið boltanum yfir línuna en markið var dæmd af þar sem Emil var álitinn brotlegur í aðdraganda marksins. Þeir létu það ekki á sig fá og Björn Berg Bryde skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún allt þangað til á 84. mínútu þegar Emil skoraði annað mark Stjörnunnar. Að þessu sinni var það ekki dæmt af. Eggert Aron Magnússon lagði boltann út á Emil sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Stjarnan lyftir sér þar með aðeins frá fallsvæðinu á meðan Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu. Klippa: Stjarnan 2-0 Fylkir Í Breiðholti var HK í heimsókn en gestirnir voru fyrir leik þremur stigum frá öruggu sæti. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Daníel Finns hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson stangaði í netið. Markið var dæmt af þar sem talið var að Sólon Breki Leifsson væri að hafa áhrif á markvörð HK-inga, Arnar Frey Ólafsson, úr rangstöðu. Leiknum lauk með markalaustu jafntefli. Sæti Leiknis endanlega tryggt á meðan HK þarf að fara vinna leiki ætli liðið að halda sér í deildinni. Farið var yfir hvort markið hefði átt að standa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði Atla Viðar Björnsson hvort hann væri sammála því að markið væri ólöglegt. „Nei, ég er það eiginlega ekki. Sá sem er í sjónlínunni við Arnar Frey er ekki rangstæður. Sólon Breki stendur í rangstöðu en hann er aldrei í neinni sjónlínu og er því ekki að trufla einn eða neinn. Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn og því átt þetta mark að standa fyrir mína parta.“ Dæmi hver fyrir sig. Umræðuna sem og atvikið má sjálft má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræðan um mark Leiknis Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti