„Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Sverrir Mar Smárason skrifar 23. ágúst 2021 21:50 Stjarnan KA Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. „Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég held að þú hljótir að vita það og ég þarf varla að svara þessu. Auðvitað er maður ofboðslega ánægður að vinna leikinn, það hefur gengið erfiðlega að vinna nógu marga leiki í sumar en þetta var barátta og tense leikur eins og mátti búast við. Menn telja alltaf 6 stiga leikir og allt þetta þó það séu bara 3 stig í pottinum fyrir það. Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel og skynsamlega í 90 mínútur,“ byrjaði Þorvaldur á að segja. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu pressu á Fylkisliðið. Þeir skoruðu fyrst ólöglegt mark og svo stuttu síðar kom fyrsta mark leiksins. „Fyrsta markið var dæmt af í horni hérna, ekki öll réttur dómur, flestir ef ekki allir vitlausir. En við fengum mörg góð færi til að bæta við í 2-0 og jú héldum þéttir og þeir voru ekki að skapa mikið því við héldum boltanum vel. Við héldum út fram í hálfleik 1-0 og svo í seinni hálfleik fannst mér við vera bara mjög skynsamir og spiluðum góðan og þéttan varnarleik,“ sagði Þorvaldur. Brynjar Gauti Guðjónsson þurfti að fara af velli vegna höfuðhöggs eftir 30 mínútna leik. Þá gerði Þorvaldur breytingu, setti Einar Karl inná og færði til menn innan liðsins. „Við verðum fyrir áfalli að missa hafsentinn okkar útaf, svo sem ekki fyrsta áfallið okkar í sumar það hefur hrunið á okkur í sumar en hópurinn hefur staðið sig vel í því að höndla það. Þegar við missum Brynjar útaf þá erum við í smá basli og höldum ekki alveg. Þeir eru að rúlla boltanum vel og eru aðeins að ógna okkur í gegn,“ sagði Þorvaldur um breytingarnar sem hann þurfti að gera. Þorvaldur var að lokum spurður hversu mörg stig til viðbótar hann vildi að Stjarnan fái út úr síðustu leikjum tímabilsins. „55 væri mjög gott en því miður er það ekki hægt. Við skulum sjá til það er bara einn dagur í einu, gamla lumman þannig. Við þurfum bara að hafa fyrir öllu og það er svo langt í land eftir. Við erum okkar versti óvinur. Þetta hefur verið basl í sumar og margt sem er ástæða fyrir og margt sem maður getur sagt en segir þegar nær dregur jólum,“ sagði Þorvaldur að lokum og glotti.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira