Starfsmaður Landakots greindist með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 13:08 Frá Landakoti. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti hefur greinst smitaður af Covid-19. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá forsvarsmönnum Landspítala. Starfsmaðurinn var við störf í síðustu viku en í kjölfar þess að hann greindist smitaður á laugardaginn hófst umfangsmikil smitrakning og sýnataka í samræmi við verklag spítalans. Allir sjúklingar K1-deildarinnar skiluðu neikvæðu sýni um helgina, en niðurstöður sýna sem tekin voru í dag liggja ekki fyrir. Starfsmaðurinn sinnti fimm sjúklingum sem allir voru sendir í sóttkví fram á fimmtudag, að því gefnu að þeir skili neikvæðu sýni. Þá var einn sjúklingur sem var heima í helgarleyfi einnig settur í sóttkví. Þá hafa allir starfsmenn deildarinnar skilað inn sýni um helgina og í dag, og þau hafa öll reynst neikvæð. Hluti starfsmannahópsins er í vinnusóttkví og verður skimaður tvisvar meðan á henni stendur. Deildin er nú lokuð fyrir innlagnir og sjúklingar verða ekki fluttir á aðrar stofnanir fyrr en allri sóttkví hefur verið aflétt. Fimmtán andlát rakin til hópsýkingar á síðasta ári Á síðasta ári greindust 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti með veiruna á tímabilinu 22. nóvember til 9. október. Þrettán sjúklingar létust vegna hópsýkingarinnar á Landakoti, og tveir á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, en smitið hafði dreifst þangað frá Landakoti vegna flutninga á sjúklingum. Í skýrslu Landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti á síðasta ári kemur fram að ófullkomin hólfaskipting hafi valdið því að afleiðingar sýkingarinnar urðu jafn alvarlegar og raunin varð. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Starfsmaðurinn var við störf í síðustu viku en í kjölfar þess að hann greindist smitaður á laugardaginn hófst umfangsmikil smitrakning og sýnataka í samræmi við verklag spítalans. Allir sjúklingar K1-deildarinnar skiluðu neikvæðu sýni um helgina, en niðurstöður sýna sem tekin voru í dag liggja ekki fyrir. Starfsmaðurinn sinnti fimm sjúklingum sem allir voru sendir í sóttkví fram á fimmtudag, að því gefnu að þeir skili neikvæðu sýni. Þá var einn sjúklingur sem var heima í helgarleyfi einnig settur í sóttkví. Þá hafa allir starfsmenn deildarinnar skilað inn sýni um helgina og í dag, og þau hafa öll reynst neikvæð. Hluti starfsmannahópsins er í vinnusóttkví og verður skimaður tvisvar meðan á henni stendur. Deildin er nú lokuð fyrir innlagnir og sjúklingar verða ekki fluttir á aðrar stofnanir fyrr en allri sóttkví hefur verið aflétt. Fimmtán andlát rakin til hópsýkingar á síðasta ári Á síðasta ári greindust 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti með veiruna á tímabilinu 22. nóvember til 9. október. Þrettán sjúklingar létust vegna hópsýkingarinnar á Landakoti, og tveir á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, en smitið hafði dreifst þangað frá Landakoti vegna flutninga á sjúklingum. Í skýrslu Landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti á síðasta ári kemur fram að ófullkomin hólfaskipting hafi valdið því að afleiðingar sýkingarinnar urðu jafn alvarlegar og raunin varð.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira