Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 23:16 Hjördís Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi almannavarna. vísir/vilhelm Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira