Vilja draga línu þvert yfir mynni Skjálfanda til að stoppa stærri strákana í að hreinsa upp miðin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2021 09:00 Smábátaeigendur vilja að bannað verði að veiða með dragnót innan við rauðu línuna allt árið um kring. Nú er bannað að veiða með dragnót innan við bláu línuna, en aðeins frá 15. mars til 1. september ár hvert. Loftmyndir Smábátaeigendur á Húsavík vilja að byggaráð sveitarfélagsins beiti sér fyrir því að dregin verði lína þvert yfir mynni Skjálfandaflóa, svo takmarka megi dragnótaveiðar nærri landi. Þeir telja að veiðislóðin þoli ekki ágengnina sem fylgi slíkum veiðarfærum og óttast þeir að fiskistofnar þurrkist upp verði ekkert að gert. Bréf þess efnis frá smábátaeigendum á Húsavík var til umfjöllunar hjá byggðaráði Norðurþings í vikunni. Í bréfinu fara smábátaeigendurnir fram á það að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að dregin verði lína sem nemur við norðurenda Flateyjar, í Tjörnestorfu, þvert yfir mynni flóans. Vilja þeir að innan þessarar línu verði óheimilt að stunda veiðar með dragnót, allt árið um kring. Byggðaráðið fól sveitarstjóra að ræða við sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Vilja línuna utar og að bannið gildi allt árið Núgildandi reglugerð bannar dragnótaveiðar í Skjálfandaflóa á tímabilinu 15. mars til 1. september innan við bláu línuna sem sést á kortinu hér fyrir ofan. Smábátaeigendur vilja færa línuna utar og láta bannið gilda allt árið. Húsavík, við Skjálfanda, heimabær smábátaeigenda sem rita umrætt bréf.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Smábátaeigaendinn Haukur Eiðsson sendi bréfið fyrir hönd smábátaeiganda á Húsavík. Í samtali við Vísi bendir hann á að eftir að leyfi til dragnótaveiða var nýlega breytt þannig að það sé ekki svæðisbundið eins og áður var, hafi stórir bátar farið að láta sjá sig inn í Skjálfandaflóa. „Í fyrra settust hér að fimm öflugustu dragnótabátar landsins og voru við veiðar hér í Skjálfandaflóa. Þetta er upp í 300 tonna skip sem eiga ekkert heima á 10-20 föðmum valtandi yfir hrygningarstöðvarnar og annað,“ segir Haukur. Telja svo öflug skip eiga ekkert erindi á þessi mið Í bréfinu er bent á að umrædd veiðislóð sé viðkvæm og að hún þoli ekki þá ágengni sem beitt er með nútíma dragnót sem sé sniðin fyrir bolfiskveiðar. Er tekið dæmi um nýlegan túr dragnótarbáts í Skjálfandaflóa þar sem miðað hafi verið á tvo bletti í flóanum, skammt frá landi. Alls var landað 35 tonnum af þorski og segir í bréfinu að með áframhaldandi skarki dragnótar á svæðinu megi gera ráð fyrir að þorskstofninn á grunnslóð Skjálfanda þurrkist upp. „Þeir birtust bara hér eins og skrattinn fyrir mánuði síðar. Bátar til dæmis sunnan úr Breiðafirði, öflugir bátar sem að hafa bara þurft að stunda þetta á sínu svæði en nú eru þeir bara komnir hérna. Þetta eru allt of öflug skip til að veiða upp við landsteinana,“ segir Haukur. Smábátaeigendur birta þessa mynd í bréfinu sem þeir segja vera til marks um það hversu illa dragnótabátarnir og smábátarnir fari saman. Stærðarmunurinn sé mikill. Telja smábátaeigendur að svo öflug skip „eigi ekkert erindi við veiðar upp í harða landi á hryggningarslóð meðan flest allir, ef ekki allir fiskistofnar eiga undir högg að sækja,“ líkt og fram kemur í bréfinu. Haukur bendir á að í vor hafi Hafrannsóknarstofnun hafi lagt til að þorskkvóti yrði lækkaður um þrettán prósent á grundvelli þess að stærð þorskstofnsins hafi verið ofmetin undanfarin ár, árgangur séu litlir. „Samt er ekkert gert, menn prufa ekki að vernda hrygningarstöðvar fyrir svona veiðarfærum,“ segir Haukur. Hann hefur verið smábátaeigandi í um tuttugu ár á fimmtán tonna bát. Hann segir að róðurinn hafi þyngst undanfarin ár. Byggðaráð Norðurþings er sammála smábátaeigendunum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Já, þetta er allt orðið miklu erfiðara. Fiskistofnarnir eiga undir högg að sækja, það er alveg klárt mál.“ Sveitarstjóra falið að ræða við nafna sinn, ráðherra og flokksbróður, sem fyrst Bréfið var tekið fyrir á fundi byggðaráðs Norðurþings í vikunni. Tekið var jákvætt í bréfið og það lagt fyrir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, að ræða við nafna sinn og flokksbróður í Sjálfstæðisflokknum, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, um málið á allra næstu dögum. Telur ráðið að það sé „óviðunandi að öflug skip komi og hreinsi upp miðin þetta nærri landi með tilheyrandi áhrifum á lífríki og afkomu minni útgerða,“ eins og fram kemur í bókun ráðsins, sem lesa má hér fyrir neðan. Bókun byggðaráðs Norðurþings um málið: Byggðarráð þakkar Hauki fyrir erindið og er sammála þeim rökum sem koma fram í bréfi hans. Byggðarráð telur óviðunandi að öflug skip komi og hreinsi upp miðin þetta nærri landi með tilheyrandi áhrifum á lífríki og afkomu minni útgerða. Byggðarráð mun beita sér fyrir því að dragnótaveiðar verði takmarkaðar til muna í Skjálfanda. Óskað verði eftir því að dregin verði lína frá norðurenda Flateyjar yfir í Tjörnestorfu. Dragnótaveiði stærri báta en 20 m verði óheimil innan þeirrar línu. Mikilvægt er að gripið verði til þessara ráðstafana hið fyrsta. Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með sjávarútvegsráðherra um málið á allra næstu dögum. Bréf smábátaeiganda á Húsavík má lesa hér. Norðurþing Sjávarútvegur Stjórnsýsla Byggðamál Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Þetta eru reglugerðirnar sem ráðherra felldi úr gildi Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975. 24. október 2019 15:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Bréf þess efnis frá smábátaeigendum á Húsavík var til umfjöllunar hjá byggðaráði Norðurþings í vikunni. Í bréfinu fara smábátaeigendurnir fram á það að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að dregin verði lína sem nemur við norðurenda Flateyjar, í Tjörnestorfu, þvert yfir mynni flóans. Vilja þeir að innan þessarar línu verði óheimilt að stunda veiðar með dragnót, allt árið um kring. Byggðaráðið fól sveitarstjóra að ræða við sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Vilja línuna utar og að bannið gildi allt árið Núgildandi reglugerð bannar dragnótaveiðar í Skjálfandaflóa á tímabilinu 15. mars til 1. september innan við bláu línuna sem sést á kortinu hér fyrir ofan. Smábátaeigendur vilja færa línuna utar og láta bannið gilda allt árið. Húsavík, við Skjálfanda, heimabær smábátaeigenda sem rita umrætt bréf.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Smábátaeigaendinn Haukur Eiðsson sendi bréfið fyrir hönd smábátaeiganda á Húsavík. Í samtali við Vísi bendir hann á að eftir að leyfi til dragnótaveiða var nýlega breytt þannig að það sé ekki svæðisbundið eins og áður var, hafi stórir bátar farið að láta sjá sig inn í Skjálfandaflóa. „Í fyrra settust hér að fimm öflugustu dragnótabátar landsins og voru við veiðar hér í Skjálfandaflóa. Þetta er upp í 300 tonna skip sem eiga ekkert heima á 10-20 föðmum valtandi yfir hrygningarstöðvarnar og annað,“ segir Haukur. Telja svo öflug skip eiga ekkert erindi á þessi mið Í bréfinu er bent á að umrædd veiðislóð sé viðkvæm og að hún þoli ekki þá ágengni sem beitt er með nútíma dragnót sem sé sniðin fyrir bolfiskveiðar. Er tekið dæmi um nýlegan túr dragnótarbáts í Skjálfandaflóa þar sem miðað hafi verið á tvo bletti í flóanum, skammt frá landi. Alls var landað 35 tonnum af þorski og segir í bréfinu að með áframhaldandi skarki dragnótar á svæðinu megi gera ráð fyrir að þorskstofninn á grunnslóð Skjálfanda þurrkist upp. „Þeir birtust bara hér eins og skrattinn fyrir mánuði síðar. Bátar til dæmis sunnan úr Breiðafirði, öflugir bátar sem að hafa bara þurft að stunda þetta á sínu svæði en nú eru þeir bara komnir hérna. Þetta eru allt of öflug skip til að veiða upp við landsteinana,“ segir Haukur. Smábátaeigendur birta þessa mynd í bréfinu sem þeir segja vera til marks um það hversu illa dragnótabátarnir og smábátarnir fari saman. Stærðarmunurinn sé mikill. Telja smábátaeigendur að svo öflug skip „eigi ekkert erindi við veiðar upp í harða landi á hryggningarslóð meðan flest allir, ef ekki allir fiskistofnar eiga undir högg að sækja,“ líkt og fram kemur í bréfinu. Haukur bendir á að í vor hafi Hafrannsóknarstofnun hafi lagt til að þorskkvóti yrði lækkaður um þrettán prósent á grundvelli þess að stærð þorskstofnsins hafi verið ofmetin undanfarin ár, árgangur séu litlir. „Samt er ekkert gert, menn prufa ekki að vernda hrygningarstöðvar fyrir svona veiðarfærum,“ segir Haukur. Hann hefur verið smábátaeigandi í um tuttugu ár á fimmtán tonna bát. Hann segir að róðurinn hafi þyngst undanfarin ár. Byggðaráð Norðurþings er sammála smábátaeigendunum.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Já, þetta er allt orðið miklu erfiðara. Fiskistofnarnir eiga undir högg að sækja, það er alveg klárt mál.“ Sveitarstjóra falið að ræða við nafna sinn, ráðherra og flokksbróður, sem fyrst Bréfið var tekið fyrir á fundi byggðaráðs Norðurþings í vikunni. Tekið var jákvætt í bréfið og það lagt fyrir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings, að ræða við nafna sinn og flokksbróður í Sjálfstæðisflokknum, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, um málið á allra næstu dögum. Telur ráðið að það sé „óviðunandi að öflug skip komi og hreinsi upp miðin þetta nærri landi með tilheyrandi áhrifum á lífríki og afkomu minni útgerða,“ eins og fram kemur í bókun ráðsins, sem lesa má hér fyrir neðan. Bókun byggðaráðs Norðurþings um málið: Byggðarráð þakkar Hauki fyrir erindið og er sammála þeim rökum sem koma fram í bréfi hans. Byggðarráð telur óviðunandi að öflug skip komi og hreinsi upp miðin þetta nærri landi með tilheyrandi áhrifum á lífríki og afkomu minni útgerða. Byggðarráð mun beita sér fyrir því að dragnótaveiðar verði takmarkaðar til muna í Skjálfanda. Óskað verði eftir því að dregin verði lína frá norðurenda Flateyjar yfir í Tjörnestorfu. Dragnótaveiði stærri báta en 20 m verði óheimil innan þeirrar línu. Mikilvægt er að gripið verði til þessara ráðstafana hið fyrsta. Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með sjávarútvegsráðherra um málið á allra næstu dögum. Bréf smábátaeiganda á Húsavík má lesa hér.
Byggðarráð þakkar Hauki fyrir erindið og er sammála þeim rökum sem koma fram í bréfi hans. Byggðarráð telur óviðunandi að öflug skip komi og hreinsi upp miðin þetta nærri landi með tilheyrandi áhrifum á lífríki og afkomu minni útgerða. Byggðarráð mun beita sér fyrir því að dragnótaveiðar verði takmarkaðar til muna í Skjálfanda. Óskað verði eftir því að dregin verði lína frá norðurenda Flateyjar yfir í Tjörnestorfu. Dragnótaveiði stærri báta en 20 m verði óheimil innan þeirrar línu. Mikilvægt er að gripið verði til þessara ráðstafana hið fyrsta. Sveitarstjóra er falið að koma á fundi með sjávarútvegsráðherra um málið á allra næstu dögum.
Norðurþing Sjávarútvegur Stjórnsýsla Byggðamál Tengdar fréttir Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26 Þetta eru reglugerðirnar sem ráðherra felldi úr gildi Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975. 24. október 2019 15:58 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. 15. júní 2021 10:26
Þetta eru reglugerðirnar sem ráðherra felldi úr gildi Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975. 24. október 2019 15:58