„Ókei ókei við eignuðumst barn. Hann heitir Cosmo. Við elskum hann mjög mikið,“ skrifar Saturday Night Live stjarnan á Instagram síðu sinni.
Nafnið er breskt/ítalskt að uppruna og merkir röð og regla, háttprýði og fegurð. Við hljótum því að vona að barninu þyki ekki ástæða til að fela nafn sitt fyrir vinum sínum þar til seint og um síðir.
Þá segir Colin jafnframt að fjölskyldan óski eftir næði.
Johansson fór afar leynt með meðgönguna, en fréttir af henni bárust ekki fyrr en í síðasta mánuði þegar leikkonan var komin töluvert langt á leið.
Orðrómur um meðgönguna fór af stað þegar Johansson hafði látið óvenju lítið á sér bera í tengslum við Marvel stórmyndina Black Widow þar sem hún fer með aðalhlutverk.
Johansson og Jost gengu í hjónaband í fyrra eftir þriggja ára samband. Cosmo þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Johansson hina sjö ára gömlu Rose með fyrrverandi eiginmanni sínum Romain Dauriac.
Líkt og greint hefur verið frá stendur Johansson í deilum þessa dagana við Disney samsteypuna. Leikkonan höfðaði mál gegn Disney vegna birtingar kvikmyndarinnar Black Widow á streymisveitunni Disney+ en hún segir birtinguna vera brot á samningi sínum.