Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Snorri Másson skrifar 18. ágúst 2021 15:27 Steinþór Helgi er einn Röntgen-manna. Vísir/Vilhelm Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. Í tillögum sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag hér innanlands er kveðið á um að opið skuli á veitingastöðum, krám og skemmtistöðum ekki lengur en til 23 á kvöldin. Sóttvarnalæknir vill að þessar aðgerðir verði við líði „þar til faraldurinn er um garð genginn,“ sem hann hefur sagt að hann telji geta tekið nokkra mánuði ef ekki nokkur ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á að þessar framtíðartillögur Þórólfs Guðnasonar séu ólíkar fyrri tillögum, enda séu þær ekki endilega til þess fallnar að verða að reglugerð til lengri tíma, heldur séu þær einfaldlega innlegg hans í umræðuna á þessari stundu. Sjá meira: „Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina“ „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn, en þetta er ekki búið,“ sagði Þórólfur þegar allir héldu að þetta væri búið.Vísir/Arnar Engu að síður er það svo að drjúgur meiri hluti allra tillagna sem Þórólfur Guðnason hefur sett fram í faraldrinum hefur ráðherra gert að sínum. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda barsins Röntgen á Hverfisgötu, segir þessar hugmyndir algerlega á skjön við þau skilaboð að við séum að komast í eðlilegt horf og að við stefnum á að lifa með þessum faraldri. „Þetta er náttúrulega bara alveg hræðilegt. Með þessu er ekki heldur verið að leysa neinn vanda, þetta lítur vel út á minnisblaði en þegar út er komið held ég að fólk muni ekki láta bjóða sér þetta. Það verður erill á götum úti og í heimapartíum, og er þá ekki betra að vera með fólk á skráðum stöðum með eftirliti og dyravörðum?“ spyr Steinþór. Snýst ekki um að djamma af sér rassgatið Steinþór segir ljóst að þessar hugmyndir hafi í för með sér algeran rekstrarlegan forsendubrest fyrir fjölda aðila í skemmtanalífi, svo og listamenn. Það sé enda alls ekki svo að allir tónlistarmenn geti til dæmis haft í sig og á með því að halda sitjandi tónleika með grímum. Fyrst og fremst er þetta undarleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum að mati Steinþórs. „Mér finnst þetta lýsa fordómum gagnvart ungu fólki. Það er gersamlega verið að hafa af því frelsið og mikilvæg mótunarár. Það gengur ekki að tala eins og þetta snúist bara um djamm, eitthvað brjálað djamm. Þetta snýst um að fólk geti farið út, átt samræður við vini sína og létt aðeins á sér. Það kallast ekkert að djamma af sér rassgatið, heldur bara eðlilegt félagslíf,“ segir Steinþór. Ef þetta nær fram að ganga eru forsendur alls konar rekstrar einfaldlega brostnar: „Þetta er tekjuskerðing upp á tugi prósenta hjá mörgum og er auðvitað bara reiðarslag fyrir ákveðna skemmtikrafta og ákveðna tegund af börum. Í rauninni bara dauðadómur.“ Vonarglætu um kraftmikla kafla í skemmtanalífinu á komandi tímum er þrátt fyrir þetta allt að finna í minnisblaði Þórólfs, nefnilega í hugmyndum hans um að leyfa fjölmenna viðburði að því tilskildu að þátttakendur fari í sýnatöku áður en þeir mæti. Fyrirmynd er fyrir slíkum veisluhöldum í Danmörku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Í tillögum sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag hér innanlands er kveðið á um að opið skuli á veitingastöðum, krám og skemmtistöðum ekki lengur en til 23 á kvöldin. Sóttvarnalæknir vill að þessar aðgerðir verði við líði „þar til faraldurinn er um garð genginn,“ sem hann hefur sagt að hann telji geta tekið nokkra mánuði ef ekki nokkur ár. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á að þessar framtíðartillögur Þórólfs Guðnasonar séu ólíkar fyrri tillögum, enda séu þær ekki endilega til þess fallnar að verða að reglugerð til lengri tíma, heldur séu þær einfaldlega innlegg hans í umræðuna á þessari stundu. Sjá meira: „Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina“ „Ég vil ekki vera leiðinlegi gæinn, en þetta er ekki búið,“ sagði Þórólfur þegar allir héldu að þetta væri búið.Vísir/Arnar Engu að síður er það svo að drjúgur meiri hluti allra tillagna sem Þórólfur Guðnason hefur sett fram í faraldrinum hefur ráðherra gert að sínum. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda barsins Röntgen á Hverfisgötu, segir þessar hugmyndir algerlega á skjön við þau skilaboð að við séum að komast í eðlilegt horf og að við stefnum á að lifa með þessum faraldri. „Þetta er náttúrulega bara alveg hræðilegt. Með þessu er ekki heldur verið að leysa neinn vanda, þetta lítur vel út á minnisblaði en þegar út er komið held ég að fólk muni ekki láta bjóða sér þetta. Það verður erill á götum úti og í heimapartíum, og er þá ekki betra að vera með fólk á skráðum stöðum með eftirliti og dyravörðum?“ spyr Steinþór. Snýst ekki um að djamma af sér rassgatið Steinþór segir ljóst að þessar hugmyndir hafi í för með sér algeran rekstrarlegan forsendubrest fyrir fjölda aðila í skemmtanalífi, svo og listamenn. Það sé enda alls ekki svo að allir tónlistarmenn geti til dæmis haft í sig og á með því að halda sitjandi tónleika með grímum. Fyrst og fremst er þetta undarleg forgangsröðun hjá stjórnvöldum að mati Steinþórs. „Mér finnst þetta lýsa fordómum gagnvart ungu fólki. Það er gersamlega verið að hafa af því frelsið og mikilvæg mótunarár. Það gengur ekki að tala eins og þetta snúist bara um djamm, eitthvað brjálað djamm. Þetta snýst um að fólk geti farið út, átt samræður við vini sína og létt aðeins á sér. Það kallast ekkert að djamma af sér rassgatið, heldur bara eðlilegt félagslíf,“ segir Steinþór. Ef þetta nær fram að ganga eru forsendur alls konar rekstrar einfaldlega brostnar: „Þetta er tekjuskerðing upp á tugi prósenta hjá mörgum og er auðvitað bara reiðarslag fyrir ákveðna skemmtikrafta og ákveðna tegund af börum. Í rauninni bara dauðadómur.“ Vonarglætu um kraftmikla kafla í skemmtanalífinu á komandi tímum er þrátt fyrir þetta allt að finna í minnisblaði Þórólfs, nefnilega í hugmyndum hans um að leyfa fjölmenna viðburði að því tilskildu að þátttakendur fari í sýnatöku áður en þeir mæti. Fyrirmynd er fyrir slíkum veisluhöldum í Danmörku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira