Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 16:00 Lyfjastofnun mælir ekki með notkun lyfsins í tengslum við Covid, hvorki við meðferð sjúklinga né í fyrirbyggjandi tilgangi. Soumyabrata Roy/NurPhoto via Getty Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að stofnunin hafi fengið ábendingar um að verið sé að hvetja til notkunar lyfsins hér á landi, og raunar einnig að verið sé að nota það. Hún bendir á að evrópska lyfjastofnunin og sú bandaríska hafi báðar lýst því yfir að ekkert bendi til þess að lyfið gagnist í baráttunni við kórónuveiruna. „Það voru svo sem einhverjar vonir bundnar við þetta í upphafi, en það hefur síðan ekki komið í ljós,“ segir Rúna. Ivermectin er orma- og sníkjudýralyf, sem samþykkt hefur verið til meðferðar hjá dýrum, en einnig fólki í ákveðnum tilvikum. Það hefur hins vegar ekki verið samþykkt sem meðferð við Covid-19. Getur það reynst fólki hættulegt að nota lyfið gegn Covid? „Það er alls óvíst. Það er óvíst í hvaða skömmtum er verið að mæla með þessu og annað slíkt. Við höfum bara varað við því að fólk sé að nota eitthvað sem ekki hefur skráðar ábendingar og ekki er verið að ávísa. Fólk veit kannski ekki hvaðan það kemur og hvernig ávísunin er,“ segir Rúna. Hún segir lítið vitað um notkun lyfsins gegn Covid, en ekkert hafi komið fram um sérstakan ávinning af því að nota lyfið í tengslum við Covid-19. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að stofnunin hafi fengið ábendingar um að verið sé að hvetja til notkunar lyfsins hér á landi, og raunar einnig að verið sé að nota það. Hún bendir á að evrópska lyfjastofnunin og sú bandaríska hafi báðar lýst því yfir að ekkert bendi til þess að lyfið gagnist í baráttunni við kórónuveiruna. „Það voru svo sem einhverjar vonir bundnar við þetta í upphafi, en það hefur síðan ekki komið í ljós,“ segir Rúna. Ivermectin er orma- og sníkjudýralyf, sem samþykkt hefur verið til meðferðar hjá dýrum, en einnig fólki í ákveðnum tilvikum. Það hefur hins vegar ekki verið samþykkt sem meðferð við Covid-19. Getur það reynst fólki hættulegt að nota lyfið gegn Covid? „Það er alls óvíst. Það er óvíst í hvaða skömmtum er verið að mæla með þessu og annað slíkt. Við höfum bara varað við því að fólk sé að nota eitthvað sem ekki hefur skráðar ábendingar og ekki er verið að ávísa. Fólk veit kannski ekki hvaðan það kemur og hvernig ávísunin er,“ segir Rúna. Hún segir lítið vitað um notkun lyfsins gegn Covid, en ekkert hafi komið fram um sérstakan ávinning af því að nota lyfið í tengslum við Covid-19.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira