Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Snorri Másson skrifar 18. ágúst 2021 12:42 Sigríður Kristinsdóttir er sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend mynd Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Sjá meira
Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Sjá meira
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07