PSG borgi 40 prósent allra launa í frönsku deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2021 23:00 Lionel Messi ásamt Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG. AP Photo/Francois Mori Franska fótboltafélagið Paris Saint-Germain hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Fimm stór nöfn hafa bæst við leikmannahóp liðsins en við það þenst launakostnaðurinn út. PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot. Franski boltinn Frakkland Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira