Sóttvarnalæknir telur ótímabært að aflétta aðgerðum og segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðunni á Landspítalanum. Hann hyggst byggja nýtt minnisblað á stöðunni í heilbrigðiskerfinu og væntir þess að skila því af sér á næstu dögum. Aðeins um helmingur boðaðra mætti í endurbólusetningu í dag. Fjallað verður nánar um stöðuna og nýjar reglur á landamærunum í kvöldfréttum. Þá fylgjumst við með örvunarbólusetningum í dag en þátttakan var heldur dræm og einungis um helmingur boðaðra mætti í sprautu.
Íbúar Grafavogs eru orðnir langþreyttir á ólykt sem leggur yfir hverfið að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún krefst þess að fundin verði varanleg lausn á vandanum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Þá hittum við Breta sem ferðast nú hringinn í kringum landið á hlaupahjóli og fimmtán ára fótboltasnilling sem gæti valið á milli þess að spila með Bandaríkjunum eða Íslandi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.