Trúði ekki eigin augum þegar piltur ógnaði þeim með hníf Snorri Másson skrifar 16. ágúst 2021 16:12 Auður Jónsdóttir rithöfundur. Saga Sig Auði Jónsdóttur rithöfundi brá heldur betur í brún um helgina þegar hversdagslegar aðstæður við Drekann hjá Káratorgi í miðbæ Reykjavíkur tóku skyndilega á sig ógnvænlega mynd. Auður fylgdist með því hvernig piltur, sem var að rífast áberandi hátt í símann, brást hinn versti við þegar kona með barn bað hann að lækka róminn vegna barnsins. Hann „snappaði“ þá á konuna, eins og Auður lýsir því í samtali við Vísi, og þá sá hún ástæðu til að skerast í leikinn. Hún fór að þeim og bað piltinn að róa sig og vera ekki að æpa á móður með barn. Þá lyftir hann upp peysunni og lætur skína í stærðarinnar hníf, sem var að sögn Auðar meira á stærð við sveðju. „Hann var með hnífinn skorðaðan í buxnastrenginn og þetta var alveg rosahnífur. Stór með stóru skafti og með svona eins á sagarhnífum eins og ég man þetta,“ segir Auður. Drekinn við Njálsgötu.Drekinn Þegar hér var komið sögu tók móðirin upp símann til að hringja á lögregluna og þá voru pilturinn og félagi hans ekki lengi að stökkva upp á rafskutlur og láta sig hverfa. Auður þekkir ekki hvort atvikið hafi orðið að eiginlegu lögreglumáli. Hún segir óljóst hve gamlir piltarnir voru en ekki eldri en á menntaskólaaldri, telur hún. Auður býr sjálf í Njálsgötu þar sem atvikið átti sér stað og var að bíða eftir mat í Drekanum. „Þetta gerðist svo hratt að ég bara trúði ekki eigin augum, ég var það undrandi. Svo voru þeir allt í einu bara farnir og ég fór bara og sótti hamborgarana. Þetta var svolítið eins og í bíómynd. Hér er oftast bara góðlátleg stemning á líflegu torgi. Ég kalla ekki allt ömmu mína og hef búið á alls konar stöðum, en þetta var alveg fríkað atferli.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Auður fylgdist með því hvernig piltur, sem var að rífast áberandi hátt í símann, brást hinn versti við þegar kona með barn bað hann að lækka róminn vegna barnsins. Hann „snappaði“ þá á konuna, eins og Auður lýsir því í samtali við Vísi, og þá sá hún ástæðu til að skerast í leikinn. Hún fór að þeim og bað piltinn að róa sig og vera ekki að æpa á móður með barn. Þá lyftir hann upp peysunni og lætur skína í stærðarinnar hníf, sem var að sögn Auðar meira á stærð við sveðju. „Hann var með hnífinn skorðaðan í buxnastrenginn og þetta var alveg rosahnífur. Stór með stóru skafti og með svona eins á sagarhnífum eins og ég man þetta,“ segir Auður. Drekinn við Njálsgötu.Drekinn Þegar hér var komið sögu tók móðirin upp símann til að hringja á lögregluna og þá voru pilturinn og félagi hans ekki lengi að stökkva upp á rafskutlur og láta sig hverfa. Auður þekkir ekki hvort atvikið hafi orðið að eiginlegu lögreglumáli. Hún segir óljóst hve gamlir piltarnir voru en ekki eldri en á menntaskólaaldri, telur hún. Auður býr sjálf í Njálsgötu þar sem atvikið átti sér stað og var að bíða eftir mat í Drekanum. „Þetta gerðist svo hratt að ég bara trúði ekki eigin augum, ég var það undrandi. Svo voru þeir allt í einu bara farnir og ég fór bara og sótti hamborgarana. Þetta var svolítið eins og í bíómynd. Hér er oftast bara góðlátleg stemning á líflegu torgi. Ég kalla ekki allt ömmu mína og hef búið á alls konar stöðum, en þetta var alveg fríkað atferli.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira