Makamál

Afbrýðisemi í samböndum töluvert vandamál

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Er afbrýðisemi vandamál í þínu sambandi? 
Er afbrýðisemi vandamál í þínu sambandi?  Getty

Makamál spurðu lesendur Vísis á dögunum hvort að afbrýðisemi væri vandamál í ástarsambandinu. Tæplega tvöþúsund manns tóku þátt í könnuninni sem var að þessu sinni kynjaskipt. 

Athygli vakti að nær enginn munur var á svörum kynjanna en um fjörutíu prósent svöruðu því að afbrýðisemi væri einhverskonar vandamál í sambandinu. 

Sumir geta upplifað smá afbrýðisemi í sambandi sem góða og heilbrigða á meðan aðrir upplifa hana sem einhvers konar tól eða eitur. 

Ef marka má niðurstöðurnar hér fyrir neðan má sjá að rúmlega helmingur segir afbrýðisemi þó sjaldan eða aldrei vandamál. 


Niðurstöður*

KONUR: 

Já, mikið vandamál - 15%

Já, að einhverju leyti - 28%

Nei, sjaldan - 32%

Aldrei - 25%

KARLAR:

Já, mikið vandamál - 11%

Já, að einhverju leyti - 29%

Nei, sjaldan - 32%

Aldrei - 28%


Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.

Klippa: Makamál - Afbrýðisemi, vandræðalegheit og stefnumót

*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.


Tengdar fréttir

Spenna, forvitni og fiðringur í Fyrsta blikinu

Raunveruleikaþættirnir Fyrsta blikið byrja í sýningu á Stöð 2 þann 27. ágúst. Í þáttunum munu áhorfendur kynnast fólki í leit að ástinni sem hefur verið parað saman á blind stefnumót. 

Spurning vikunnar: Eigið þú og maki þinn „ykkar“ lag?

Mannstu hvar þið voruð þegar þið kysstust fyrst? Mannstu fyrstu sættirnar eftir fyrsta heimskulega rifrildið? Mannstu hvaða mynd þið horfðuð á saman í fyrsta skipti eða hverju þú klæddist á fyrsta stefnumótinu? 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×