Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 13:10 Frá úrdrætti í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í vor fyrir sextán ára og eldri. Nú er komið að 12-15 ára börnum. Vísir/Vilhelm Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent UEFA þekkir ekki milligöngumann Björns Steinbekk Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira