Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 12:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu, sóttkví og einangrun þau tól sem til eru til að halda aðgerðum niðri. Væntanlegar breytingar á reglum um sóttkví snúist aðallega um að laga þær sérstaklega að fólki eftir því hvort það er bólusett eða ekki. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví. Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Landspítalinn hefur undanfarna daga lýst yfir þungum áhyggjum af fjölgun smita og segir að með þessu áframhaldi muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þennan vanda þurfi að leysa. Fyrst þurfi hann upplýsingar um stöðuna á spítalanum áður en hann kemur með tillögur. „Ég þarf bara að fá formlegt upplýsingar frá Landspítalanum um hvernig staðan er og það er bara von á því von bráðar. Ég hef verið í samskiptum við Landspítalann og við deilum þeim áhyggjum sem þar eru og þetta er svona það verkefni sem er hvað mest knýjandi núna að leysa fyrir heilbrigðisyfirvöld.“ Meiri vitneskja eftir daginn í dag 55 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Það eru öllu færri en hafa verið að greinast undanfarnar vikur, þegar smitaðir hafa verið um og yfir hundrað talsins. „Við höfum verið að sjá færri tilfelli núna um helgina en áður og auðvitað spyr maður sig getur verið að við séum að fá einhverja niðursveiflu. Ég held að dagurinn í dag muni svara því svolítið,“ segir Þórólfur. Tilfellin séu færri en sýnin sömuleiðis. „Þannig að það kann að vera að skýri það en svo eru skólarnir að byrja í næstu viku og þá gætum við fengið uppsveiflu þannig að þetta er svona mjög stendur mjög tæpt finnst mér.“ Þá greindust um þrjátíu ísraelskir ferðamenn hér á landi nýverið. Jerusalem Post greinir frá því en ferðamennirnir eru allir sagðir vera bólusettir. Einn þeirra er alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Laga reglur um sóttkví að bólusetningarstöðu „Ég veit að það eru hópar erlendra ferðamanna sem hafa komið hér og greinst veikir, greinst með smit og rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt að þetta fólk hefur komi með þessa veiru með sér. Þannig að þetta er náttúrlega hefur Landspítalinn líka greint frá að þetta er auka álag á kerfið okkar og þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við.“ Fram hefur komið að unnið sé að breytingum á vinnureglum og reglum um sóttkví. Þórólfur segir þá vinnu í gangi. „Við erum að reyna að skerpa það með tilliti til bólusetningar eða ekki. En í grundvallaratriðum eru aðgerðirnar sem við erum að grípa til, til þess að halda faraldrinum niðri, smitrakning, sóttkví og einangrun. Við erum svo sem ekki að fara að gera einhverjar róttækar breytingar á því. Ég held að það sé nokkuð ljóst en gætum aðlagað þetta eitthvað sérstaklega að þeim sem hafa verið bólusettir eða ekki bólusettir. Það er það sem málið snýst um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira