Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2021 08:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. Vísir/Vilhelm „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Þórólfur sagði að það væru klárlega færri sem hafi greinst með kórónuveiruna núna yfir helgina heldur en í síðustu viku. „Þetta hefur verið svolítið rokkandi milli daga. Það er alltaf þannig að það eru færri sýni tekin um helgar. Við eigum eftir að gera daginn í gær betur upp en það sem er kannski ennþá áhyggjuefni er að hlutfall jákvæðra sýna er við það sama, kannski heldur lægra. Svo eru ennþá margir utan sóttkvíar sem eru að greinast. Þannig að það þarf að túlka þessar lægri tölur aðeins af varkárni,“ sagði Þórólfur. Bólusetning að koma í veg fyrir alvarleg veikindi Aðspurður um hvað sé jákvætt að frétta varðandi faraldurinn segir hann það vera að bóluefnin séu klárlega að koma í veg fyrir smit og bólusetningin sé líka að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við sjáum það bara í tölunum okkar. Þó að það sé svipaður fjöldi sem leggst inn á sjúkrahús, bólusettir og óbólusettir, þá er náttúrulega fjöldi þeirra sem er bólusettur miklu, miklu meiri. Þannig að hlutfallið og líkurnar á því að smitast og fá alvarleg veikindi eru miklu meiri hjá þeim sem eru óbólusettir. Það er jákvætt, að bólusetningin er að gera eitthvað. Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldi fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Þórólfur segir að í hópi þeirra sem fara inn á spítala vegna Covid-19 séu fleiri óbólusettir að leggjast inn. „En ef skoðað er þá sem leggjast inn á gjörgæslu þá skiptist það til helminga – óbólusettir og bólusettir. Það eru náttúrulega miklu fleiri sem eru bólusettir þannig að líkurnar á að leggjast inn á gjörgæslu eru miklu meiri. Það eru fimm, sex sinnum meiri líkur á að óbólusettur leggist inn á gjörgæslu vegna Covid-19 heldur en bólusettur.“ Þeir sem eru að greinast eru að stórum hluta einkennalaus. Má ekki þá áætla að þarna úti í samfélaginu séu nokkrir tugir þúsunda með veiruna í sér, einkennalausir, og hafa ekki hugmynd um það? „Það gæti vel verið. Það eru örugglega einhverjir. Við vitum bara ekki hvað það eru margir. Tölurnar í því tilfelli eru bara tómar getgátur. Við vitum ekki hvað það eru margir, en þeir eru örugglega margir myndi ég halda, vegna þess að bólusetningin er að koma í veg fyrir einkenni þannig að það eru örugglega einhverjir sem taka veiruna með lítil einkenni. Maður myndi líka halda að ef þeir taka lítil einkenni, kannski engin einkenni, þá séu kannski ekki miklar líkur á að þeir smiti mikið út frá sér,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira