Hefur aldrei séð aðra eins syrpu af drauma vörslum í einum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 16:30 Jonathan Klinsmann átti magnaðan leik um helgina. Michael Janosz/Getty Images Jonathan Klinsmann, markvörður Los Angeles Galaxy, átti rosalega frammistöðu í 1-0 sigri Galaxy gegn Minnesota United um liðna helgi. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands undanfarin ár, hefur varla séð annað eins. Á Twitter-síðu LA Galaxy má sjá allar vörslur hins 24 ára gamla Klinsmann í leiknum. Það er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir hetjulega frammistöðu hans hefði Galaxy ekki fengið stig úr leiknum og hvað þá þrjú. Jonathan er sonur Jürgen, eins frægasta framherja sem Þýskaland hefur alið. Eftir að hafa slitið barnsskónum hjá Herthu Berlín ákvað markvörðurinn ungi að söðla um og halda til Los Angeles þar sem hann leikur nú með Galaxy. Ljóst er að þessi frammistaða ætti að vekja athygli út fyrir landsteinana en sama hvað leikmenn Minnesota United reyndu þá komu þeir boltanum ekki framhjá þýska markverðinum og Galaxy landaði mikilvægum sigri. Jonathan Klinsmann's performance to help us get the #MINvLA victory pic.twitter.com/zmmD7h1zaL— LA Galaxy (@LAGalaxy) August 15, 2021 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, birti myndband Galaxy á Twitter-síðu sinni og lýsti yfir aðdáun sinni. „Þetta er held èg svakalegasta syrpa af draumavörslum sem ég hef séð í einum leik.“ Birkir Már Sævarsson, samherji Hannesar Þórs hjá Val og íslenska landsliðinu, var þó ekki jafn hrifinn. „Skylduvörslur myndu einhverjir segja,“ skrifaði hægri bakvörðurinn. LA Galaxy er sem stendur í 3. sæti Vesturdeildar með 35 stig. Íslendingar deildarinnar leika allir í Austurdeildinni. Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution sem trónir á toppnum, Guðmundur Þórarinsson með New York City sem er í 2. sæti og Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal sem situr í 7. sæti. Fótbolti MLS Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira
Á Twitter-síðu LA Galaxy má sjá allar vörslur hins 24 ára gamla Klinsmann í leiknum. Það er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir hetjulega frammistöðu hans hefði Galaxy ekki fengið stig úr leiknum og hvað þá þrjú. Jonathan er sonur Jürgen, eins frægasta framherja sem Þýskaland hefur alið. Eftir að hafa slitið barnsskónum hjá Herthu Berlín ákvað markvörðurinn ungi að söðla um og halda til Los Angeles þar sem hann leikur nú með Galaxy. Ljóst er að þessi frammistaða ætti að vekja athygli út fyrir landsteinana en sama hvað leikmenn Minnesota United reyndu þá komu þeir boltanum ekki framhjá þýska markverðinum og Galaxy landaði mikilvægum sigri. Jonathan Klinsmann's performance to help us get the #MINvLA victory pic.twitter.com/zmmD7h1zaL— LA Galaxy (@LAGalaxy) August 15, 2021 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, birti myndband Galaxy á Twitter-síðu sinni og lýsti yfir aðdáun sinni. „Þetta er held èg svakalegasta syrpa af draumavörslum sem ég hef séð í einum leik.“ Birkir Már Sævarsson, samherji Hannesar Þórs hjá Val og íslenska landsliðinu, var þó ekki jafn hrifinn. „Skylduvörslur myndu einhverjir segja,“ skrifaði hægri bakvörðurinn. LA Galaxy er sem stendur í 3. sæti Vesturdeildar með 35 stig. Íslendingar deildarinnar leika allir í Austurdeildinni. Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution sem trónir á toppnum, Guðmundur Þórarinsson með New York City sem er í 2. sæti og Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal sem situr í 7. sæti.
Fótbolti MLS Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Sjá meira