Arnór Ingvi og félagar hans í New England hafa átt góðu gengi að fagna á tímabilinu og sitja í efsta sæti Austurdeildarinnar, tólf stigum á undan Guðmundi og félögum hans í New York City FC.
Arnór Ingvi var í byrjunarliði New England sem vann góðan 2-1 útisigur á Toronto. Arnór Ingvi lék í 76 mínútur og fór af velli í stöðunni 1-0 fyrir New England. Lið Toronto jafnaði skömmu síðar en toppliðið tryggði sér góðan sigur með marki frá Gustavo Bou úr víti á 83.mínútu.
Guðmundur Þórarinsson kom inn á í hálfleik í 2-0 sigri New York City gegn Inter Miami á heimavelli sínum í nótt. Hann fór í vinstri bakvarðarstöðuna og var líflegur í síðari hálfleiknum. Valentin Castellanos skoraði bæði mörk NYC FC í leiknum.