Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. ágúst 2021 13:03 Varphænur verða ekki í búrum frá næstu áramótum en um 260 þúsund slíkar hænur eru í landinu. Vísir/Magnús Hlynur Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán. Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán.
Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira