Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Sæberg og Birgir Olgeirsson skrifa 14. ágúst 2021 19:27 Árni Arnþórsson á fundi með dómsmálaráðherra Afganistan. Aðsend Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. Hann segir að Talíbanar séu ofstækisfólk, þeir túlki Kóraninn á þann veg að karlmenn eigi að fara með öll völd og að konur eigi ekki að hafa nein réttindi. Hann segir að Talíbanar telji að aðrir en múslimar séu réttdræpir og að það réttarfar sem þeir vilja sé mjög harkalegt. Til dæmis telji þeir að þeir sem gerist sekir um guðlast skuli drepnir. Þá segir Árni að undir stjórn Talíbana myndu konur, sem er nauðgað af karlmönnum, vera drepnar enda telja Talíbanar að nauðgun sé konunni að kenna. Undantekning ef konur mega mennta sig Árni segir að undir stjórn Talíbana megi afganskar konur ekki ganga menntaveginn nema upp í sjötta bekk grunnskóla. Þó séu gerðar undantekningar og örfáum konum leyft að mennta sig til að verða kennarar eða læknar að öðru leiti fái þær ekki að mennta sig. Hann segir líklegt að konur sem starfa í American University of Afghanistan verði drepnar ef Talíbanar ná völdum í Afganistan. Árni segir ekki ólíklegt að fjölskyldur þeirra yrðu einnig drepnar. Fer ekki aftur til Afganistan Árni hefur starfað í Kabúl í þrjú ár en hann segist ekki munu fara aftur til Afganistan eins og staðan er núna. Hann segir að sex erlendir starfsmenn American University of Afghanistan séu enn í Kabúl en að unnið sé að því að koma þeim úr landi. Skólasvæðið sé almennt mjög vel varið en ekki sé talið að unnt sé að tryggja öryggi útlendinga. Skólinn sé eina verkefni Bandaríkjamanna sem hefur gengið upp Árni segir að American University of Afghanistan sé eina verkefni Bandaríkjamanna í Afganistan sem hefur gengið. Hann segir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa játað að svo væri. Skólinn hefur menntað þúsundir Afgana en Árni segir að það sé ekki nóg og að nauðsynlegt sé að styðja Afgana betur í baráttunni við Talíbana. Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Hann segir að Talíbanar séu ofstækisfólk, þeir túlki Kóraninn á þann veg að karlmenn eigi að fara með öll völd og að konur eigi ekki að hafa nein réttindi. Hann segir að Talíbanar telji að aðrir en múslimar séu réttdræpir og að það réttarfar sem þeir vilja sé mjög harkalegt. Til dæmis telji þeir að þeir sem gerist sekir um guðlast skuli drepnir. Þá segir Árni að undir stjórn Talíbana myndu konur, sem er nauðgað af karlmönnum, vera drepnar enda telja Talíbanar að nauðgun sé konunni að kenna. Undantekning ef konur mega mennta sig Árni segir að undir stjórn Talíbana megi afganskar konur ekki ganga menntaveginn nema upp í sjötta bekk grunnskóla. Þó séu gerðar undantekningar og örfáum konum leyft að mennta sig til að verða kennarar eða læknar að öðru leiti fái þær ekki að mennta sig. Hann segir líklegt að konur sem starfa í American University of Afghanistan verði drepnar ef Talíbanar ná völdum í Afganistan. Árni segir ekki ólíklegt að fjölskyldur þeirra yrðu einnig drepnar. Fer ekki aftur til Afganistan Árni hefur starfað í Kabúl í þrjú ár en hann segist ekki munu fara aftur til Afganistan eins og staðan er núna. Hann segir að sex erlendir starfsmenn American University of Afghanistan séu enn í Kabúl en að unnið sé að því að koma þeim úr landi. Skólasvæðið sé almennt mjög vel varið en ekki sé talið að unnt sé að tryggja öryggi útlendinga. Skólinn sé eina verkefni Bandaríkjamanna sem hefur gengið upp Árni segir að American University of Afghanistan sé eina verkefni Bandaríkjamanna í Afganistan sem hefur gengið. Hann segir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa játað að svo væri. Skólinn hefur menntað þúsundir Afgana en Árni segir að það sé ekki nóg og að nauðsynlegt sé að styðja Afgana betur í baráttunni við Talíbana.
Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03
Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36