Ísland skiptir máli í áformum Breta um að skjóta flaug út í geim Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 14:01 Ísland frá sjónarhóli Envisat, gervihnattar Evrópsku geimstofnunarinnar. Evrópska geimstofnunin Íslendingar hafa undirritað samkomulag við bresk yfirvöld um samstarf á vettvangi geimrannsókna. Það gerir Bretum meðal annars kleift að fljúga eldflaugum innan lofthelgi Íslendinga og gerir lendingar slíkra véla á Íslandi löglegar. Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Geimurinn Bretland Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Geimurinn Bretland Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira