Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 19:51 Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins. Samsett Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. „Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
„Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06
Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01