Fór í kynleiðréttingu og er nú kominn á atvinnumannasamning hjá karlaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 10:15 Loui Sand, þá Louise Sand skorar hér fyrir sænska kvennalandsliðið í handbolta. EPA-EFE/EDDY LEMAISTRE Loui Sand, áður Louise Sand, hefur fengið samning hjá sænska handboltaliðinu Kärra HF. Vísir fjallaði um það þegar, þá handboltakonan Louise Sand, lagði handboltaskóna á hilluna árið 2019 og fór í kynleiðréttingu. Hann var þá að spila með franska félaginu Fleury. Loui Sand fær nú tækifæri til að spila handbolta á ný sem eru frábærar og sögulegar fréttir. Loui Sand fékk atvinnumannsamning hjá karlaliði Kärra HF og getur því haldið áfram að stunda íþróttina sem hann elskar. Loui Sand har skrivit på för handbollslaget Kärra https://t.co/vOQkDqQJDY— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2021 „Þetta er sönnun þess að það er mögulegt fyrir transfólk að taka þátt í íþróttum,“ sagði hann við Sportbladet í Svíþjóð. Loui var karlmaður fæddur í kvenmannslíkama en ákvað fyrir tveimur árum að stíga skrefið og fara í kynleiðréttingu. „Mér líður frábærlega. Fór frá því að leggja handboltaskóna skyndilega á hilluna í að finna leiðina aftur til baka í rólegheitunum. Mér hefur sjaldan fundist ég vera jafnmikið lifandi,“ sagði Loui Sand. Hann segist aldrei hafa getað ímyndað sér þetta fyrir þremur árum síðan. „Algjörlega ekki. Aldrei, aldrei, aldrei. Þetta er staðfesting fyrir mig sjálfan. Ég fæ að berjast aftur inn á handboltavellinum og fæ borgað fyrir það,“ sagði Sand. Handball. "Née dans le mauvais corps", l ancienne brestoise Louise Sand arrête sa carrière https://t.co/ih5sN1HgGU pic.twitter.com/wdf5HxN5Qq— Ouest-France Sports (@sports_ouest) January 9, 2019 Síðasti formlegi handboltaleikur hans var árið 2018. Það hefur tekið sinn tíma líkamlega að komast á þennan stað. „Ég hef einhvern veginn orðið sterkari á ferðalagi mínu og þori meiri inn á handboltavellinum. Mín staða er vinstra megin en ég hef verið að spila í mörgum stöðum. Ég spila bara þar sem þjálfarinn minn vill að ég spili,“ sagði Sand. Sand er 28 ára gamall og verður fyrsti transmaðurinn til að spila í karlahandboltanum í Svíþjóð. „Ég hef aldrei lagt svona mikið á líkamann minn. Þetta er enn nýr líkami fyrir mig og ég er að kynnast honum betur,“ sagði Sand spenntur fyrir framhaldinu. Sænski handboltinn Svíþjóð Hinsegin Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Vísir fjallaði um það þegar, þá handboltakonan Louise Sand, lagði handboltaskóna á hilluna árið 2019 og fór í kynleiðréttingu. Hann var þá að spila með franska félaginu Fleury. Loui Sand fær nú tækifæri til að spila handbolta á ný sem eru frábærar og sögulegar fréttir. Loui Sand fékk atvinnumannsamning hjá karlaliði Kärra HF og getur því haldið áfram að stunda íþróttina sem hann elskar. Loui Sand har skrivit på för handbollslaget Kärra https://t.co/vOQkDqQJDY— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2021 „Þetta er sönnun þess að það er mögulegt fyrir transfólk að taka þátt í íþróttum,“ sagði hann við Sportbladet í Svíþjóð. Loui var karlmaður fæddur í kvenmannslíkama en ákvað fyrir tveimur árum að stíga skrefið og fara í kynleiðréttingu. „Mér líður frábærlega. Fór frá því að leggja handboltaskóna skyndilega á hilluna í að finna leiðina aftur til baka í rólegheitunum. Mér hefur sjaldan fundist ég vera jafnmikið lifandi,“ sagði Loui Sand. Hann segist aldrei hafa getað ímyndað sér þetta fyrir þremur árum síðan. „Algjörlega ekki. Aldrei, aldrei, aldrei. Þetta er staðfesting fyrir mig sjálfan. Ég fæ að berjast aftur inn á handboltavellinum og fæ borgað fyrir það,“ sagði Sand. Handball. "Née dans le mauvais corps", l ancienne brestoise Louise Sand arrête sa carrière https://t.co/ih5sN1HgGU pic.twitter.com/wdf5HxN5Qq— Ouest-France Sports (@sports_ouest) January 9, 2019 Síðasti formlegi handboltaleikur hans var árið 2018. Það hefur tekið sinn tíma líkamlega að komast á þennan stað. „Ég hef einhvern veginn orðið sterkari á ferðalagi mínu og þori meiri inn á handboltavellinum. Mín staða er vinstra megin en ég hef verið að spila í mörgum stöðum. Ég spila bara þar sem þjálfarinn minn vill að ég spili,“ sagði Sand. Sand er 28 ára gamall og verður fyrsti transmaðurinn til að spila í karlahandboltanum í Svíþjóð. „Ég hef aldrei lagt svona mikið á líkamann minn. Þetta er enn nýr líkami fyrir mig og ég er að kynnast honum betur,“ sagði Sand spenntur fyrir framhaldinu.
Sænski handboltinn Svíþjóð Hinsegin Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira