Dýralæknar gefast upp vegna mikils álags og hætta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2021 13:03 Mikið álag er á dýralæknum landsins hvort sem það er að þjóna smáum dýrum eða stórum dýrum eins og hestum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið álag er á dýralæknum landsins og eru margir við það að gefast upp vegna vanlíðan og streitu. Þá fást ekki dýralæknar til starfa, sem þurfa að vakta stór svæði og keyra langar vegalengdir á milli bæja. Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára. Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira