Dýralæknar gefast upp vegna mikils álags og hætta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2021 13:03 Mikið álag er á dýralæknum landsins hvort sem það er að þjóna smáum dýrum eða stórum dýrum eins og hestum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið álag er á dýralæknum landsins og eru margir við það að gefast upp vegna vanlíðan og streitu. Þá fást ekki dýralæknar til starfa, sem þurfa að vakta stór svæði og keyra langar vegalengdir á milli bæja. Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára. Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira