Dýralæknar gefast upp vegna mikils álags og hætta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2021 13:03 Mikið álag er á dýralæknum landsins hvort sem það er að þjóna smáum dýrum eða stórum dýrum eins og hestum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikið álag er á dýralæknum landsins og eru margir við það að gefast upp vegna vanlíðan og streitu. Þá fást ekki dýralæknar til starfa, sem þurfa að vakta stór svæði og keyra langar vegalengdir á milli bæja. Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára. Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Stjórn Dýralæknafélags Íslands lét gera könnun á líðan dýralækna í starfi, sem var gerð opinber í byrjun sumars. Um 150 dýralæknar eru starfandi í landinu. Í könnuninni kom m.a. í ljós að mjög mikið álag eru á dýralæknum. Bára Eyfjörð Heimisdóttir er formaður Dýralæknafélags Íslands. „Það eru allt of margir, eða yfir 75%, sem að glíma við streitueinkenni, finna bæði fyrir líkamlegri og andlegri streitu og það eru of margir, sem segja að álagið sé alveg að þolmörkum, álagið sé það mikið að það sé ekki hægt að vinna við slíkar aðstæður lengi,“ segir Bára. Bára segir að það sé allt of mikið um að dýralæknir hætti störfum og snúi ekki til baka í starfið en það sé fyrst og fremst álaginu að kenna. Það gangi til dæmis ekkert að ráða dýralækna í þjónustustöður úti á landi, það sækir engin um. „Þar hefur þú hefur ekki vinnufélaga, þú vinnur meira og minna einn. Þú ert með ofboðslega miklar bakvaktir og þú ert að vinna vikur og mánuði saman án þess að fá frí og þú ert að fara um mjög langan veg til að geta þjónustað viðkomandi bónda eða dýraeigenda og þá finnst þér þú kannski ekki að vera að veita nógu góða þjónustu.“ Bára segir líka að það hafi reynst erfitt að ráða íslenskumælandi dýralækna til Matvælastofnunar við eftirlitsstörfin. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sem hefur áhyggjur af stöðu dýralækna vegna mikils álags í starfi, ekki síst úti á landi.Aðsend Er er eitthvað verið að gera til að laga ástandið og álagið á dýralæknum? „Já, okkur langar einmitt að ná samtali við Matvælastofnun og sjá aðeins hvað við getum gert í sameiningu fyrir þá dýralækna, sem þar starfa. Einnig þurfum við að ná samtali við ráðuneytið og stjórnvöld. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að við fáum þetta samtal því það þ er starfsumhverfið og starfsskilyrðin, sem fæla dýralækna frá,“ segir Bára.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira