Fleiri lið en Barcelona í vandræðum vegna nýju reglanna Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 17:46 Aguero er á meðal leikmanna sem Barcelona fékk í sumar en geta ekki verið skráðir til leiks hjá félaginu enn um sinn. EPA-EFE/Alejandro Garcia Nýtt tímabil í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst eftir tvo daga með leik Valencia og Getafe á föstudagskvöld. Valencia er ásamt stórliðinu Barcelona á meðal nokkurra liða í deildinni sem ekki geta skráð nýja leikmenn sína til leiks vegna nýrra fjárhagsreglna í deildinni. Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“. Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“.
Spænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira