Loftslagsskýrslan sýni að markmið þjóða duga ekki til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 12:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir skýrsluna áhyggjuefni. vilhelm gunnarsson Ný og svört skýrsla um loftslagsmál sýnir að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér dugi ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta er mat forsætisráðherra sem segir stjórnvöld þurfa að fara yfir sín markmið í loftslagsmálum. Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira